Perugia Ítalía,
Flag of Italy


PERUGIA
ÍTALÍA

.

.

Utanríkisrnt.

 

Perugia á Mið-Ítalíu er höfuðborg samnefndrar sýslu og Umbríahéraðs.  Hún er í undurfögru landslagi milli árinnar Tiber og stöðuvatnsins Trasimeno.  Þar er mikill markaður fyrir landbúnaðarvöru og kvikfé og þar er framleitt súkkulaði, pasta, vefnaðarvörur, leirvörur, glervörur, húsgögn, lyf og málmvörur.

Fjöldi miðaldabygginga frá endurreisnartímanum prýðir borgina, s.s. hringlaga kirkjan Sant’Angelo (5. öld), San Pietro-kirkjan (10. öld) með talsverðu listasafni og bænhús San Bernardino (15. öld), sem er með endurreisnarforhlið, prýdda höggmyndum.  Meðal merkra safna eru Þjóðminjasafn Umbríu og Þjóðlistasafn Umbríu.  Listasafnið í Priori-höllinni geymir verk meistara Mið-Ítalíu frá upphafi til 16. aldar.  Í borginni eru tveir háskólar, annar fyrir útlendinga (1925).

Perugia er ein elzta borg Ítalíu og var hluti sambandsríkis etrúska.  Rómverjar náðu yfirhendinni árið 308 f.Kr.  Tvisvar var borgin lögð í rústir og endurbyggð á næstu níu öldum.  Á níundu öld varð hún eign Páfagarðs og fékk sjálfstæði í kjölfarið.  Árið 1540 varð hún hluti Páfaríksins og 1861 hluti konungsríkisins Ítalíu.  Í síðari heimsstyrjöldinni náðu Bretar borginni í júní 1944.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM