Sassari
er höfuðborg samnefnds héraðs nærri Porto Torres við Asinaraflóa. Hún
er á stærð við Reykjavík og þar er markaður fyrir kornvöru, vín,
grænmeti og kvikfé og tvær rómanskar kirkjur og háskóli (1562).
Umhverfis borgina er fjöldi blágrýtiskeilna (nuraghi), sem hinir fornu
íbúar Sikileyjar byggðu. Sassari varð sjálfstæð borg á 12. öld en árið
1294 náðu Genúamenn yfirráðunum. Á 14. öld réði Aragóníukonungur henni.
Árið 1527 lögðu Frakkar hana í rústir. |