Appenninafjöll Ítalía,
Flag of Italy


APPENNINAFJÖLL
ÍTALÍA

.

.

Utanríkisrnt.

 

Apenninafjallgarðurinn liggur eftir endilangri Ítalíu milli Liguria-Alpanna í norðvestri og Sikileyjar í suðaustri.  Hann er hluti Alpakerfisins og skiptist í 8 fjallgarða, m.a. Lucania, Tusca, Umbria og Calabria.  Víðast er heildarsvipur fjallanna einsleitur.  Fjallgarðurinn er u.þ.b. 1290 km langur og allt að 129 km breiður.  Meðalhæð hans er 1220 m en hæst rísa Corno-fjall (2914m) og Amaro-fjall (2795m).  Í þessari fjallakeðju eru tvö virk eldfjöll, Vesúvíus (1227m) nærri Napólí og Etna (3323m) á Sikiley.

Eystri hluti fjallgarðsins er upptök fjölda vatnsfalla, sem eru víðast stutt og vatnslítil.  Hið stærsta þeirra er Ofanto-áin.  Vatnsföll vestari hlutans eru mun vatnsmeiri (Arno, Tiber, Volturno, Garigliano), þannig að þar eru nokkur vatnsorkuver.  Mið- og norðurhlutarnir luma á verðmætum jarðefnum (járn, kopar, tin, kvikasilfur, brúnkol og bórax).  Hinar frægu Carrara-marmaranámur eru í norðvesturhlutanum.

Í aldanna rás hefur skógi verið eytt í neðri hlíðum Apenninafjalla og þróun skógræktar hefur verið hæg.  Kastaníur, birki, eik og fura vaxa upp í 1800 m hæð yfir sjó en ofar skógarlínunnar er runnagróður og graslendi, sem er sums staðar notað til beitar.  Á hæðum og sléttlendi eru víða ræktuð ólífutré, vínviður og hnetutré og milli trjálundanna eru beitilönd.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM