Verona Ítalía,
Flag of Italy

Skoðunarvert

VERONA
ÍTALÍA

.

.

Utanríkisrnt.

 

Verona er í 59 m.y.s.  Íb. 270.000.  Gamalfræg héraðshöfuðborg og mikilvæg samgöngumiðstöð við útrennsli Etsch (Adige) úr Ölpunum niður á láglendi N-Ítalíu.  Mestur hluti borgarinnar stendur við rætur Lessinísku Alpanna í beygju við straumharða ána, sem brúuð er 10 brúm til að tengja borgarhlutana.  Verona er stærsta borg Feneyjahéraðs, sem stendur á „Terra Firma” eða föstu landi.  Hún er rík af listaverkum og hrífandi götum og torgum.  Verzlun með grænmeti og ávexti, sem ræktað er með áveitum.

Nafnið Verona er frá forsögulegum tíma.  Borgin komst undir yfirráð Rómverja árið 89 f.Kr. og var þeim mikilvæg frá upphafi, eins og hringleikahúsið og aðrar minjar sanna.  Á 6. öld gerði austgotakonungurinn Theoderich (+526) borgina við Pavia  og Ravenna að konungssetri.  Þegar frankar ríktu í Verona, var Pippin, sonur Karls mikla, konungur Ítalíu.  Síðar höfðu saxar og Hohenstaufar aðalstöðvar sínar í Ítalíu við enda Brennervegarins til að halda yfirráðum sínum.  Frá miðri 13. öld réðu furstar af Skagleriættinni en við tók Viscontiættin árið 1387.  Árið 1405 varð Verona hluti af Feneyjahéraði.  Á austurrískum tímum (1814-66) var Verona gerð að virkisborg eins og Peschiera, Mantua og Legnago.

Rómönsk list finnst í ríkum mæli í kirkjum Verona.  Endurreisnarstílinn má m.a. sjá í borgarmúrunum, sem Dominikanamunkurinn Fra Giocondo (1433-1515) og Michele Sanmicheli (1484-1559) breyttu til að þeir litu betur út.  Þeir reistu líka fjölda fagurra bygginga.  Gotneskan stíl er einnig víða að finna.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM