* Piazza Erbe
er stórt torg í miðborginni (ávaxta- og grænmetismarkaður).
Það er eitt fegursta torg Ítalíu.
Á því miðju er Capitello, hásætishiminn á súlum, sem
fyrrum var notaður við val yfirmanna borgarinnar.
Norðar er
Markaðsbrunnurinn
(1368) með að hluta til fornri marmarastyttu af „Madonna Verona”.
Marmarasúlan
við norðurenda torgsins stendur undir Markúsarljóninu, sem var
kennimerki feneyskra yfirráða. Í
norðausturhorninu er
Casa Mazzanti,
sem upprunalega ein bygginga Skagleriættarinnar, með freskum frá
endurreisnartímanum. Við norðurhlið torgsins er barokbyggingin
Palazzo Mafféi
frá 1668 og vinstra megin við höllina er
Torre
del Gardello, reist 1370.
Casa dei Mercanti
á horni Via Pellicciai var endurreist með hliðsjón af húsi, sem þar
var byggt 1301. Andspænis
því er hinn 83 m hái
Borgarturn,
Torre del Comune (lyfta; útsýnisstaður).
Stutta gatan vinstra megin opnast í austur á
* Palazzo della Ragione,
ráðhúsið, sem byrjað var að byggja 1193, og síðar var haldið áfram
með. Það er mjög illa
byggt. Forhliðin í
endurreisnarstíl er frá 1524. Í
garðinum er frístandandi trappa (1446-50), sem
liggur að innganginum í borgarturninn.
Við hliðina er
Dómshúsið,
sem var Palazzo del Capitanio, ein halla Skagleriættarinnar (1530-31)
með endurreisnarskrauthliði eftir Michele Sanmicheli.
Við austanvert torgið er
Palazzo
del Governo, upprunalega
Skaglerihöll, sem var breytt á 16. öld (skrauthlið eftir Michele
Sanmicheli frá 1532). Við
norðanvert torgið er
* Loggia
del Consiglio, héraðsstjórabústaðurinn, er eitt fegursta verk
frumendurreisnartímans (1486-93) eftir Giovanni og Bartolomeus
Sanmicheli. Það prýða
styttur frægra íbúa Verona í fornöld.
Gangurinn milli bústaðarins og dómshúss- ins liggur að
kirkjunni Santa Maria Antica með rómönskum klukkuturni.
Þar standa hin stórkostlegu, gotnesku *grafsteinar Skagleriættarinnar.
Umhverfis þau eru listilega skreyttar járngirðingar, þar sem
mikið ber á tröppum (scala), sem voru skjaldarmerki Skagleriættarinnar.
Skammt norðar, við enda Corso Sant' Anastasia, niðri við ána
Etsch (Adigo) er
Sant' Anastasia,
Dominikanakirkjan (1290-1323 og 1422-81) úr múrsteini og mjög
skrautleg að innan (altöru frá 15. - 18. öld).
Norðvestan hennar er
Dómkirkjan
í rómöskum stíl frá 12. öld.
Langhúsið er gotneskt frá 15. öld.
Við hlið hennar er klukkuturn í rómönskum stíl frá 1927,
sem Sammicheli teiknaði. Við
skrautlegar aðaldyrnar eru tvær riddaraveggstyttur af Karli mikla
(Roland og Olivier), meðal hinna fyrstu sinnar tegundar (1139-53).
Fyrsta altari t.v. sýnir himnaför Maríu eftir Tizian (1525).
Við enda hægra hliðarskipsins er gotneskt minnismerki
heilagrar Agöthu (1353) í ramma í endurreisnarstíl.
Vinstra megin við kirkjuna
eru rómönsk krossgöng (1123) með mósaíkskreyttum göngustíg
í gamalkristnum stíl.
Sé
haldið yfir Garibaldibrúna og gegnum San Giorgiohliðið er komið að
* San Giorgio in Braida
kirkjunni (16. öld) með fallegum kúplum og altarismyndum í stíl við
stefnu skólanna í Verona og Brescia.
Myndin yfir háaltarinu sýnir píslarvætti heilags Georgs og er
eitt meistaraverka Paolo Veronese.
** Hringleikahúsið
(Arena)
var
reist u.þ.b. 290 e.Kr. á tímum Diokletians.
Það er eitt stærsta mannvirki sinnar tegundar, sem notað var
fyrir bardagamenn (gladiatora) og dýraat.
Það er þekkt úr þýzkri hetjusögu sem „Hús Dietrichs von
Bern”. Á yzta veggnum
norðanverðum hafa aðeins fjórar bogaraðir varðveitzt, en þriðji
hringur hefur tvöfaldar bogaraðir.
Að innanverðu eru 43 þrep, sem rúma 22.000 áhorfendur (bezt
útsýn frá efstu röð). Hringleikahúsið
er sporöskjulagað með 152 m lengdarás og hæðin var 32 m.
Í júlí og ágúst ár hvert eru færðar upp frægar óperur.
Verk Shakespears eru færð upp í Theatro Romano.
Svið Rómeo og Júlíu er í Verona. Þarna
hefur Krisján Jóhannsson, stórsöngvari, sungið mjög oft.
* San Zeno Maggiore
kirkjan (11. og 12. öld) er e.t.v. merkust rómanskra
bygginga N-Ítalíu.
Klukkuturninn var byggður á árunum 1045-1178 og varðturninn
á 14. öld. fyrir þáverandi Benidiktinaklaustur.
Við aðaldyrnar eru rómanskar veggmyndir úr biblíunni og af
öðrum vettvangi. Inni í
kirkjunni er einstök tréhvelfing frá 14. öld og freskur frá 12. -
14. öld skreyta hliðarskipin. Í
kórnum er marmarastytta heilags Zeno frá 13. öld.
Zeno var biskup í Verona, sem dó 380 e.Kr.
Yfir altarinu er mynd af Guðsmóður með dýrlingum eftir
Mantegna 1456-59. Við norðanvert
kirkjuskipið tengist kirkjan við rómönsk-gotnesk krossgöng. |