l'aquila ístalía,
Flag of Italy


L'AQUILA
ÍTALÍA

.

.

Utanríkisrnt.

 

L'Aquila er borg á miðri Ítalíu uppi í Appennínafjöllum.  Hún er höfuðborg héraðsins Abruzzo og samnefnds hrepps.  Hún er miðstöð þjónustu, menntunar og ferðamanna.  Þar eru margar byggingar frá miðöldum, m.a. borgarmúrar á hæð í breiðum dal árinnar Aterno.  Norðaustan L'Aquila er hinn snævi typpti fjallgarður  „Gran Sasso d'Italia”.

Við völundarhús mjórra gatna eru hús og kirkjur í barok- og endurreisnarstíl við fögur torg.  Borgin er þekkt fyrir fjörugt háskólalíf og þar er fjöldi annarra mennta- og menningarstofnana (útileikhús, synfóníuhljómsveit, listaakademía, tónlistahús og kvikmyndastofnun).

Jarðskjálftar eru tíðir á þessu svæði, 02.12.1315, 22.01.1349, 1452, 1501, 1646, 1703 og nær í tíma er 6,3 stiga skjálfti 06.04.2009 (kl. 01:32 GMT).  Skjálftamiðjan var á 10 km dýpi undir borginni og því varð tjón mikið.  Tæplega þrjúhundruð manns fórust og tugþúsundir misstu heimili sín.  Fjöldi stúdenta lokaðist inni í hruninni byggingu.  Jaðrskjálftans varð vart um allt héraðið og einnig í Róm, Lazio og Campania.  Aðdragandi þessa stóra skjálfta var margir smærri síðan í janúar.  Öflugir eftirskjálftar riðu yfir svæðið.

Jarðfræðingurinn Giulianis varaði við þessum stóra skjálfta á U-Tube og hvatti íbúana til að yfirgefa hús sín.  Hann byggði aðvörun sína á rannsókn á uppsöfnun radon-gass í miklum mæli.  Borgaryfirvöld voru ekki hrifin af þessu framtaki vísindamannsins og kærðu hann til lögreglunnar fyrir að valda óþörfum ótta.  Honum var m.a. skipað að fjarlægja aðvarirnar af U-Tube.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM