Herculaneum er rústaborg við rætur Vesúvíus, u.þ.b. 8 km austan Napólí.
Sagnir segja, að þjóðsagnahetjan Herkúles hafi stofnað borgina. Borgin
skemmdist mikið í jarðskjálftum árið 63 og árið 79 brann hún ásamt
Pompei. Báðar borgirnar voru þaktar rúmlega 15 m þykku lagi af ösku og
leðju, þegar Vesúvíus gaus þetta ár. Leifar þessarar rústaborgar
uppgötvuðust árið 1706. Skipulagður uppgröftur hófst árið 1738 og hefur
haldið áfram til okkar daga með hléum. Þessar forleifarannsóknir hafa
leitt í ljós, að Herculaneum var vinsæll dvalarstaður efnaðra Rómverja.
Þar hafa fundizt ríkulega skreytt einbýlishús og leikhús, prýdd marmara,
höggmyndum, málverkum og stórt bókasafn með fjölda ritverka á
papýrusrúllum. Þessir fjársjóðir, auk vasa og heimilisáhalda, eru til
sýnis í Þjóðminjasafninu í Napólí. |