Sikiley
er 25.708 km² og íbúafjöldinn er u.þ.b. 4,8 milljónir.
Hún er stærsta og íbúaflesta eyja Miðjarðarhafsins.
Hún hefur heimastjórn og höfuðborgin er Palermo.
Hún skiptist í 9 héruð.
Hún er fjöllótt og eldvirk.
Aðalkennileiti Sikileyjar er hin snævi þakta eldkeila Etna,
sem rís upp í 3.326 m á austurströndinni.
Etna er stærsta virka eldfjall Evrópu.
Aðalbyggðir eyjarinnar eru á frjósömu láglendi með ströndum
fram.
Ör
þróun í landbúnaði hefur gert Sikiley að einu mikilvægasta landbúnaðarsvæði
Ítalíu. Mikil ræktun grænmetis
(tómatar,
gúrkur, kartöflur o.fl.), trjárækt (sítrusávextir, möndlur, ólífur
o.fl.), vínrækt (einkum á vesturströndinni við Marsala).
Inn til landsins, þar sem er þurrara loftslag, er stunduð
akuryrkja (hveiti, baunir) og kvikfjárrækt (sauðfé og geitur).
Þrátt fyrir öra þróun, stendur gamalt lénskipulag enn
frekari framförum lanbúnaðarins fyrir þrifum.
Saltvinnsla
í Trápani.
Iðnaður
er vanþróaður. Olíuiðnaður
við Syrakus og Gela. Kalknámur
komu í stað brennisteinsnáma áður.
Malbiksframleiðsla við Ragusa.
Marmaranámur og -vinnsla. Tilraunir
til aukinnar iðnvæðingar hafa dregið úr fólksflótta frá Sikiley
til Norður-Evrópu.
Ferðaþjónustan
verður æ mikilvægari. Hvergi
annars staðar má sjá betur varðveittar grískar minjar (hof) og
merki um návist norrænna manna.
Hringferð
um eyjuna er 930 km löng og á þeirri leið er margt athyglisvert að
sjá. |