Ítalía er sígilt evrópskt
ferðamannaland með mjög margbreytilegt landslag og gnótt sögulegra
minja, sem bera vitni fornri frægð, menningu og veldi, sem teygðist frá
Bretlandseyjum til allra landa umhverfis Miðjarðarhafið.
Ítalskir listamenn lögðu hornstein evrópskrar listar.
Loftslag
er mjög mismunandi. Norður-Ítalía með meginlandsloftslag (ársmeðaltal +13°C
í Mílanó, jan 1,9°C og júlí 24°C).
Annars er aðallega ríkjandi Miðjarðarhafsloftslag.
Meðalhitinn í Róm: 15,6°C
(ár), janúar 7°C og júlí 25°C. |