Ítalía sagan,
Flag of Italy


ÍTALIA SAGAN
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

-400 f.Kr.  Nafniđ Ítalía er komiđ frá Grikkjum (latína: Vituli = ungnaut; synir nautaguđsins) og átti ađeins viđ suđvesturhluta landsins.  Ţađ var fyrst yfirfćrt á allt landiđ á rómverska keisaratímanum.  Nöfn landslags fráfyrri tímum hafa haldiđ sér ađ hluta til.  Ítalía var ţegar byggđ á frumsteinöld.

1800-1600  Fyrri járnöld á Norđur-Ítalíu. Remedello-menningin (koparhnífar) var nefnd eftir fundarstađ viđ Brescia.

1600-1200  Bronzöld.  Terramare-menningin (terramara = moldarhóll).  Víggirt staurahús.

Frá 1200  Upphaf ţjóđflutninga indógermana úr norđri.  íbúar Ítalíu greinast í sundur, í latneska (upphaf Rómverja) og úmbrísk-sabellíska (samnítar af oskerastofni) en ađrir oskerar fluttu sig til Suđur-Ítalíu og Sikileyjar.

Frá 1000            Illýrískir venetar koma til Feneyjahérađs.

1000-500  Indógermanar fluttu međ sér Villanova-menninguna, sem nefnd er eftir fundarstađ í grennd viđ Bologna.  900-500 Etrúskar, líklega frá Litlu-Asíu, settust ađ í Etrúríu (Toskana), Kampaníu og á Pósléttunni.  Samband tólf borga var stofnađ ađ jónískri fyrirmynd.  Lífleg verzlun (miđstöđ: Felsina viđ Bologna) viđ Miđ- og Norđur-Evrópu.  Ţróađir grafsiđir (Nekropol).
  Etrúskar fluttu međ sér menningu og list frá Grikklandi og Litlu-Asíu auk tćkni og stjórnfrćđi, sem Rómverjar tóku upp.

Eftir 800  Púnverjar vígbjuggust á ströndum Sikileyjar og Sardiníu til ađ tryggja siglingaleiđir sínar á vestanverđu Miđjarđarhafi.

750-550   Grikkir gerđu Suđur-Ítalíu ađ nýlendu (Magna Graecia), ţar á međal borgirnar Kyme (Cumae), Neapolis (Napoli), Kroton (Drotone), Taras (Tarent), Akragas (Agrigent) og Syrakus.  Fjöldi verzlunarstyrjalda viđ Karţagóbúa og etrúska.  Ítalska stafrófiđ ţróađist úr hinu gríska.

600-400 Hof byggđ í Magna Graecia.  Rústir m.a. ađ finna í Segesta, Selinunt, Agrigent og Paestum.

485-467  Tyrannis frá Gelon og Hieron I gerđu Syrakus ađ mesta veldi í vesturhluta Grikkjaveldis.  Viđ hirđ Hierons voru skáldin Aischylos og Pindar.

753-436  Ítalía undir Rómverjum.  Róm var í fyrstu borgríki, sem lagđi smám saman undir sig alla Ítalíu, eyjarnar, Vestur-Evrópu og hluta Austurlanda.  Herstjórunum og síđar keisurunum tókst ađ halda ríkinu saman um aldir og verjast árásum ţjóđflokka í nágrannalöndunum.  Útbreiđsla kristninnar og borgarmenning urđu grundvöllur menningarţróunar í Vestur-Evrópu. 

753              Ţjóđsöguleg stofnun Rómar (Romulus og Remus; etrúíska orđiđ Rumula).  Romulus var afkomandi Trójumannsins Aeneas.

Um 400   Keltar réđust inn í Norđur-Ítalíu.  Rómverjar biđu ósigur viđ Allia 387/386.

396-280  Róm lagđi undir sig Miđ-Ítalíu og tryggđi sér svćđin međ herbúđum og vegagerđ. Ítalar á hernumdu svćđunum tóku upp latínu.

Um 378   Endurreisn Rómar, sem Gallar eyđilögđu og bygging borgarmúra umhverfis hćđirnar sjö.

312       Byrjađ á lagningu Via Appia (hervegur) til Capua og síđar Brundisium.

300-146  Veldi Rómar teygđist til Norđur- og Suđur Ítalíu og Sikileyjar.  Karţagó var sigruđ í ţremur púnverskum styrjöldum og Rómverjar lögđu undir sig verzlunarveldi borgarinnar.

229-64  Međ ţví ađ leggja undir sig makedóníu, Grikkland og strandlengju Litlu-Asíu, náđi Róm yfirráđum á austanverđu Miđjarđarhafi.  Rómverjar arđrćndu hernumdu  löndin og hófu ţrćlahald.  Fariđ var ađ nota peninga í viđskiptum.  Grísk menningaráhrif.  Hóglífi yfirstéttanna jókst.

220       Via Flaminia, vegurinn til Rimini lagđur.  Áriđ 187 var hann lengdur alla leiđ til Picenza (Placentia).

133-30            Borgarastríđ vegna stéttarskiptingar.  Bćndur vopnuđust og ţrćlar gerđu uppreisn.

113-101  Styrjaldir viđ kimbra og teutóna.

58-51    Sesar lagđi undir sig Gallíu.

45 f.Kr. Sesar varđ einvaldur (myrtur 14.03.44).  Lýđveldiđ leiđ undir lok.

30 f.Kr.- 14 e.Kr.  Ágústus stofnađi keisaradćmiđ (principat) og tryggđi friđ í ríkinu (Pax Augusta).  Menningin blómstrađi á ný (Virgil, Horaz, Ovid).  Miklar byggingarframkvćmdir í Róm.  Heimsveldiđ var fellt ađ mynd Rómar.

14-395  Á ţessu tímabili var Rómarveldi stćrst.

64         Róm brann.  Nero byrjađi ađ ofsćkja kristna menn.

79         Pompei og Herculaneum eyddust í eldgosi úr Vesúvíusi.

220>     Arabar, germanar, nýpersar o.fl. réđust yfir landamćri Rómarríkis.

303             Diokletian stóđ fyrir síđustu ofsóknum gegn kristnum mönnum.

313            Konstantín mikli veitti kristnum trúfrelsi.

330            Konstantín breytti nafni Byzans í Konstantínópel og gerđi borgina ađ höfuđborg rómverska ríkisins.

Um 375   Húnar réđust inn í Evrópu.  Upphaf ţjóđflutninganna.

391            Theodosius gerđi kristna trú ađ ríkistrú.

395            Rómverska ríkiđ skiptist í vestur- og austurhluta í valdatíđ Theodosiusar.

410            Vestgotar, undir forystu Alariks, sigruđu Róm.

452            Húnar fóru ránshendi  um Pósléttuna.

455            Vandalar, undir forystu Geiseriks, rćndu og rupluđu í Róm.

476            Germanski herstórinn, Odoaker, setti síđasta vestrómverska keisarann, Romulus Ágústus, af.

493-1268  Ítalía á fyrri hluta miđalda og undir stjórn ţýzku keisaranna.  Germanir höfđu árangur sem erfiđi viđ ađ koma sér fyrir og setjast ađ í Vestur- og Suđur-Evrópu. Ţrátt fyrir skiptingu katólsku kirkjunnar (1045), hélt Byzanz tengslum viđ yfirráđasvćđin á Suđur-Ítalíu og hafđi mikil áhrif í Norđurálfu.  Tilraunir ţýzku keisaranna til ađ efla einingu Ítalíu fóru út um ţúfur vegna andstöđu páfastóls.  Innsetningardeilan (um innsetningu biskupa í embćtti).

493-526  Theoderik mikli stofnađi Austgotaríkiđ á Ítalíu.  Ţjóđhöfđingjabústađir voru í Ravenna, Pavia og Verona (Dietrich von Bern).

535-553  Justinian gerđi Ítalíu ađ hérađi í Austrómverska ríkinu

568-774  Langbarđaríkiđ á Norđur-Ítalíu (Lombardia; höfuđborg Pavia).  Tuscia, Spoleto og Benevent urđu hertogadćmi í Langbarđalandi.

754-756  Karolinski konungurinn, Pippin, sigrađi Langbarđa og ţvingađi ţá til ađ viđurkenna yfirráđ Franka.  Ravenna og Pentapolis settar undir yfirráđ páfa.

773-774  Karl mikli lagđi undir sig Langbarđaríkiđ og sameinađi ţađ Frankaríkinu.  Hertogadćmin, ađ undanskildu Benevent, urđu ađ frankneskum markgreifadćmum.

800       Karl mikli krýndur keisari í Róm.

827            Ungverjar fluttust í fyrsta skipti til Pósléttunnar.

827-901  Sarasenar frá Túnis lögđu undir sig Sikiley, sem varđ sjálfstćtt arabískt furstadćmi áriđ 948 međ Palermo sem höfuđborg.  Menning blómstrađi.

887-1013  Innfćddir og frankneskir ađalsmenn börđust um krúnuna í Langbarđalandi.

899            Ungverjar rćndu og rupluđu á Norđur-Ítalíu.

951            Ađalheiđur drottning, ekkja Langbarđakonungs, kallađi Ottó mikla til hjálpar.  Hann náđi yfirráđum á Norđur-Ítalíu.  Upphaf ţýzku Ítalíustefnunnar.

962       Ottó krýndur keisari í Róm.

851-1268  Ţýzku keisararnir réđu Ítalíu.  Stöđugar erjur viđ páfagarđ, innlenda valdamenn og borgríki.  Menn skiptust í tvo flokka:  páfasinna (Guelfen) og keisarasinna (Ghibelli).

982       Arabar unnu yfirburđasigur á Ottó viđ Cotrone.

1000-1200  Normanar sameinuđu Suđur-Ítalíu og Sikiley í konungdćmi.  Menning byzanska ríkisins hélt sér, ţrátt fyrir ţađ.

1059     Páfinn fékk Normanahertoganum, Robert Guiscard, Suđur-Ítalíu og Sikiley ađ léni.

1110     Stofnađur mikilvćgur lćknaskóli í Salerno.

1119     Stofnađur elzti háskóli Evrópu í Bologna.

1130     Roger II varđ konungur eftir sameiningu Suđur-Ítalíu og Sikileyjar.  Hann var krýndur í Palermo.  Blómaskeiđ normansk-sarasenískrar menningar.

1154-77  Friđrik I Barbarossa reyndi ađ neyđa borgirnar í Langbarđalandi til ađ viđurkenna yfirráđ sín.  Hann var sigrađur í Legnano áriđ 1176 og varđ ađ viđurkenna forréttindi borganna.  Áriđ 1177 sćttist hann viđ Alexander III, páfa.

1186     Hinrik IV kvćntist Konstanze, erfingja Normanaríkisins.  Deilur keisara og páfa mögnuđust um allan helming viđ ţetta hjónaband.

1194-1268  Yfirráđatími Stauferćttarinnar á Suđur-Ítalíu.

1212-50  Friđrik II, sem var krýndur til keisara í Róm áriđ 1220, gerđi Normanaríkiđ ađ strangskipulögđu einrćđisríki og miđstöđ keisaraveldisins.  Stríđ viđ pápísk-lombardísku andstćđingana.  Listir og vísindi efld.

1222          Stofnađur háskóli í Padua og áriđ 1224 í Napólí.

1250-1815  Stofnun sjálfstćđra borgríkja á endurreisnartímanum fram til yfirráđa Spánverja, Austurríkismanna og Frakka.  Í stjórnmálaóreiđunni á Ítalíu urđu til borgríki og síđar furstadćmi, sem höfđu mikil áhrif á andleg málefni, menningarţróun og viđskipti í Evrópu.

1250-1600  Fornmenntastefnan og endurreisnartíminn.  Fornmenntamennirnir Dante, Petrarca, boccaccio o.fl. uppgötvuđu fornar bókmenntir aftur og notuđu ţćr sem fyrirmynd ađ skáldskap og vísindum.  Endurreisnarstefnan kom einkum fram í verkum málara og í byggingarlist en einnig í vísindum, sem eru ótengd guđfrćđi.  Borgir og óđul urđu ríkari og andleg- og veraldleg yfirstétt lifđi óhófslífi.  Listir voru efldar (Flórens, Róm).  Í lok 16.aldar breiddist endurreisnin út í furstadćmum og stórum verzlunarborgum Evrópu (á Ítalíu:  Málarar, myndhöggvarar, byggingameistarar, s.s. Giotta Raffael, Michelangelo, Leonardo da Vinci o.fl.).

1268-1442  Anjoućttin réđi Napólí og Sikiley.

1310-1452  Síđustu herferđir ţýzku keisaranna til Ítalíu.

1347            Árangurslaus tilraun Cola di Rienzo til ađ endurvekja rómverska ríkiđ.

1350     Mílanó öflugasta borgríki Norđur-Ítalíu.

1378-81  Chioggiastríđiđ (sjóorrustur) milli Feneyja og Genúa um verzlunaryfirráđ á Miđjarđarhafinu.  Feneyingar unnu sigur, sem hafđi áhrif í Austurlöndum.  Genúa snéri sér meira í vesturátt.

1442-1504  Aragónískum valdamönnum tókst ađ ná Sikiley aftur undir veldi Napólí.

1494            Dóminíkanaábótinn Savonarola stofnađi lýđveldi í Flórens eftir ađ hafa rekiđ Medicićttina frá völdum.  Hann var brenndur fyrir villutrú áriđ 1498.

1494-1556  Tilraunir Frakka til ađ ná Ítalíu undir sig.

1504-1713  Spćnskir Habsborgarar náđu undir sig Sikiley.  Spćnskir varakonungar bćldu niđur margar uppreisnir.

1515     Franz I af Frakklandi náđi Mílanó undir sig.

1521-44  Karl V, keisari, fór fjórum sinnum gegn Franz I međ ófriđi og náđi ađ fanga hann í orrustunni viđ Pavia áriđ 1525.

1527            Hersveitir Karls V rćndu Róm (Sacco di Roma).

1540     lét Karl V syni sínum, Philipp II, eftir yfirráđin í Mílanó, sem var undir spćnskum yfirráđum til 1700.  Spánverjar tryggđu sér yfirráđ á Ítalíu međ Mílanó, Napólí og Sikiley.

1569     Varđ Cosima del Medice, hertogi í Flórens, stórhertogi í Toskana.

1633     neyddi rannsóknarrétturinn Galileo Galilei til ađ afneita kenningum Kóperníkusar.

1703-37  féllu Mantua (1703), Langbarđaland (1714) og Toskana (1737) undir austurríska Habsborgara.

1718     Eftir Tyrkjastríđin (frá 1714) misstu Feneyjar eignir sínar í Austurlöndum og ţar međ forystu í viđskiptum ţar.

1718-20Fékk Victor Amadeus II Sardiníu og konungstitil ađ auki.

1719    Herculaneum, sem grófst í ösku í gosi Vesúvíusar áriđ 79 e.Kr. uppgötvađ áriđ 1737 og Pompei áriđ 1748.

1735-1806  Búrbónar í Napólí og á Sikiley.  Karl af Búrbón stóđ ađ eindurbótum í anda upplýsingarstefnunnar áriđ 1735.

Um 1750  Ný ţjóđarmeđvitund vaknađi á Ítalíu og ruddi brautina fyrir frelsis- og sameiningarhreyfingu 19.aldar.

1768     Genúa seldi Frökkum Korsíku.

1783     Mikill jarđskjálfti í Messina.

1796     Herför Napóleons til Ítalíu.

1797            Cisalpalýđveldiđ (Mílanó, Modena, Ferrara, Bologna og Ramagna) og Liguriska lýđveldiđ (Genúa) stofnuđ.

1798            Tíberíska lýđveldiđ (Róm) stofnađ.

1800     Sigrađi Napóleon Austurríkismenn viđ Marengo.

1805     varđ Napóleon konungur Ítalíu og Liguríska lýđveldiđ féll í hendur Frakka.

1806     Joseph, einn brćđra Napóleons, varđ konungur í Napólí og áriđ 1808 tók mágur hans, Murat, viđ.  Ferdinand IV, konungur Sikileyjar, studdur af Englendingum.

1814-1815  Vínarfundurinn haldinn undir stjórn Metternich fursta (austurrískur) til ađ kom á nýskipan í Evrópu í kjölfar Napóleonstyrjaldanna.  Fyrrum smáríki endurreist.

1815-1919            Á Napóleonstímanum styrktist hin nývaknađa ţjóđernisvitund Ítala.  Samt var ţađ ekki fyrr en Cavour kom til skjalanna, ađ vegurinn styttist ađ stofnun sjálfstćđs ţjóđríkis.  Eftir ţjóđareininguna reyndu Ítalar ađ koma heimsveldisdraumum sínum í framkvćmd.

1816            sameinađi Ferdinand IV Napólí og Sikiley í eitt konungsríki og nefndi sig síđan Ferdinand I.

1820-32Austurrískar hersveitir bćldu niđur margar uppreisnir gegn afturhaldssömum ríkisstjórnum.  Leynisamtök Carbonari og La Giovine Italia, sem Mazzini stofnađi í Marseille, héldu áfram baráttu fyrir sameiningu og frelsi Ítalíu.

1847     kom fyrst út blađiđ Il Risorgimento í Turin.  Ţađ var nefnt eftir heildareiningarsamtökunum.

1848-49  Bylting á Ítalíu og Sikiley.  Karl Albert af Sardiníu fór ţar í fararbroddi.  Eftir sigur austurríska hershöfđingjans Radetzky viđ Custozza og Novara sagđi hann af sér og sonur hans, Viktor Emanuel II, tók viđ völdum.

1859-60hófst ţjóđareining Ítala fyrir tilstuđlan Cavour greifa, sem stuđlađi ađ ţví, ađ stjórnarfar var fćrt nćr ţví, sem gerđist í Frakklandi.

1859            Bandamennirnir Sardinía og Frakkland sigruđu Austurríkismenn viđ Magneta og Solferino.  Austurríki missti Langbarđaland til Napóleons III, sem afsalađi sér Sardiníu í stađ Nizza og Savoy.

1860     voru furstarnir í ríkjum Miđ- og Norđur-Ítalíu reknir frá völdum.  Garibaldi og frelsisher hans sigruđu Búrbóna og náđu undir sig kirkjuríkinu.  Í ţjóđaratkvćđagreiđslu var ákveđiđ ađ hinn nýfrjálsi hluti sameinađist Sardiníu.

1861     varđ Viktor Emanuel II konungur.  Fyrsta höfuđborg í konungsríkinu Ítalíu varđ Flórens.

1866     Stríđ viđ Austurríki.  Ţrátt fyrir ósigra viđ Custozza og Lissa fengu Ítalar Feneyjar. Mazzini krafđist Istríaskagans, Friaul og Suđur-Tíróls fyrir Ítalíu.

1870             hernámu ítalskir herir Róm og gerđu hana ađ höfuđborg.  Páfinn hélt yfirráđum í Vatikaninu.

1878     varđ Ítalía ađ stórveldi undir stjórn Umberto I.

1882     varđ Ítalía ađili ađ ţríveldinu:  Ţýzkaland, Ítalía og Austurríki/Ungverjaland.

1882-83  Sósíalistaflokkur Ítalíu stofnađur.

1887-89  Stríđ viđ Abessiníu.  Ítalar unni Eritreu og Ítalska-Sómalíland.

1900             Samningur milli Frakka og Ítala um áhrifasvćđi í Marokkó og Trípólis.

1911-12  Stríđ viđ Tyrki.  Ítalía innlimađi Cyrenaika, Tripólis og Dodekanes međ Rhodos.

1912     Upphaf almenns kosningaréttar.

1914     Eftir ađ fyrri heimsstyrjöldin var skollin á lýsti Ítalía yfir hlutleysi.

1915      Leynisamningur í London.  Stefna Ítalíu og nýlendna landsins tryggđ.  Ítalía lýsti yfir stríđi gegn Austurríki/Ungverjalandi 23. maí og gegn Ţýzkalandi 28. ágúst 1916.

1915-17  Austurrískar og ţýzkar hersveitir vörđu Isonzo í ellefu orrustum og brutust í hinni tólftu (okt.-des. 1917) viđ Karfreit alla leiđ til Piave.

1918     Ítalar gerđu gagnárásir og brutust í gegnum víglínu Austurríkismanna viđ Vittorio Veneto.

1919     St. Germain friđarsamningarnir (10.09).  Ítalía fékk Suđur-Tíról ađ Brennerskarđi, Istríu (ekki Fiume) og margar dalmatískar eyjar.

1919-78  Eftir fyrri heimsstyrjöldina reyndu Ítalar ađ auka landvinninga sína og leysa lýđrćđisvandamálin međ nýjum stjórnmálahungmyndum.  Ţótt Ítalía berđist viđ hliđ bandamanna frá 1943, losnađi ţjóđin ekki undan afleiđingum hinn ógnţrungnu stórveldisstefnu fasista.  Í kjölfar síđari heimsstyrjaldarinnar hefur ríkt upplausnarástand vegna gagnstćđrar hugmyndarfrćđi.  Ţessi ţróun hefur raskađ félagslegu- og viđskiptalegu jafnvćgi í landinu.  Fjöldi stjórnmálaflokka međ mismunandi stefnur hefur ráđiđ ţróuninni.

1919-21  Mussolíni stofnađi baráttusamtök.  Fasisum jókst fylgi.  Opinská barátta og ofbeldi gegn kommúnistum.

1922     Gangan til Rómar.  Ţingiđ veitti Mussolíni einrćđisvald.  Fasista einráđir.

1923     Upphaf mjög strangrar samlögunarstefnu í Suđur-Tíról.

1924     náđu Ítalar Fiume undir sig.

1926     Ensk-ítalski samningurinn um Abessiníu, sem var skipt í viđskiptaleg áhrifasvćđi. Vináttusamningur viđ Spán.

1931            Viđskiptakreppa.  Efling landbúnađar.

1933            Vináttusamningur viđ Sovétríkin.

1934            Viđskiptasamningur viđ Austurríki og Ungverjaland.  Fyrsti fundur Mussolínis og Hitlers í Feneyjum.

1935-36  Innrás Ítala í Abessiníu og innlimun landsins.

1936     Stofnun 'Öxulveldanna', Berlín-Róm, međ samningi viđ ţýzka ríkiđ.  Ítalskir hermenn studdu Franco í spćnsku borgarastyrjöldinni.

1937     Ítalía, sem var međal stofnenda ţjóđabandalagsins áriđ 1919, sagđi sig úr ţví.

1939            hernámu Ítalar Albaníu (apríl).  Hernađarbandalag viđ Ţjóđverja (stálsamn.).

1939-1945            Síđari heimsstyrjöldin.  Mussolíni reyndi árangurslaust ađ koma á samningum. Ítalía hélt sér utan stríđsátaka.

1940     lýsti Ítalía yfir stríđi gegn Frökkum og Bretum (10.06).  Vopnahlé milli Frakka og Ítalíu í Róm (24.06).  Ţríveldasamningur milli Ítala, Ţjóđverja og Japana.

1941            Hernađarófarir í Norđur-Afríku.  Abessinía tapađist.

1943     gáfust herir Ítala í Norđur-Afríku upp (13.05).  Bandamenn lentu á Sikiley (10.07). Fall fasistastjórnarinnar.  Mussolíni tekinn fastur 24.07.  Badolglio myndađi nýja stjórn, sem samdi um vopnahlé viđ bandamenn 03.09 og lýsit yfir stríđi gegn Ţjóđverjum 13.10.  Ţjóđverjar björgđuđu Mussolíni, sem stofnađi strax útlagastjórn og hélt stríđinu áfram gegn bandamönnum.

1945            Skilyrđislaus uppgjöf Ţjóđverja á Ítalíu 28.04.  Partisanar skutu Mussolíni.  Kristilegi demókrataflokkurinn, undir stjórn de Casperi (til 1953), tók viđ stjórninni.

1946     Viktor Emanuel II sagđi af sér eftir ţjóđaratkvćđagreiđslu.

1947            Friđarsamningarinir í París.  ítalía lét Dodekanes af hendi til Grikkja,  Istríu til Júgóslavíu.  Trieste varđ fríríki.  Ítalía afsalađi sér öllum nýlendum.

1948            Lýđrćđisleg stjórnarskrá tók gildi.  Félagslegur- og viđskiptalegur ágreiningur milli velţróađs norđurhlutans og vanţróađs suđurhlutans.  Eftir ađ búiđ var ađ leysa viđskiptaerfiđleika eftirstríđsláranna (Marshallhjálpin) tóku viđskipti ađ blómstra.  Ítalía tengdist Vesturveldunum, var einn stofnenda NATO (1949), Evrópubandalagsins um kol og stál (1951), Viđskiptabandalags Evrópu (1957) o.fl.

1950            Samkvćmt Sila-lögunum var stórjörđum skipt gegn gjaldi frá ríkinu.

1953            Kristilegi demókrataflokkurinn tapađi meirihluta á ţingi.  Síđan hafa veriđ stöđug stjórnarskipti.

1954     var fríríkinu Trieste skipt milli Ítalíu og Júgóslavíu.

1957>   hefur fjöldi Suđur-Ítala setzt ađ í iđnvćddum norđurhlutanum eđa flutzt til annarra landa.

1960            Sumarólympíuleikarnir í Róm.

1963            myndađi Aldo Moro ríkisstjórn miđ- og vinstri flokkanna.  Ekki tókst ađ leysa stjórnarkreppuna.

1966     Stórflóđ í Miđ- og Norđur-Ítalíu.

1969     fékk Suđur-Tíról heimastjórn.  Ţađ tók samt áratugi ađ koma lögunum um hana í framkvćmd ađ fullu

1970     jókst samvinna viđ austur-evrópsku ríkin á Balkanskaga.

1972            Ríkisstjórn miđflokkanna.

1973            Ríkisstjórn miđju- og vinstri flokkanna.  Stjórnmálakreppa.  Mikill greiđsluhalli á ríkissjóđi.  Veđbólga.  Viđskiptakreppa.

1974    Orkukreppa í heiminum og viđskiptasamdráttur komu hart niđur á Ítölum.  Vaxandi atvinnuleysi.  Mikil verđbólga.  Erlendar skuldir jukust.  Nýjar áćtlanir um aukinn útflutning fóru út um ţúfur vegna stjórnmálaástandsins.  Mikiđ um verkföll og hryđjuverk vegna spillingar.  Mikiđ um gíslatökur gegn lausnargjaldi.

1975     Lokiđ viđ samninga um Trieste.  Kommúnistaflokkurinn jók fylgi sitt í hérađs-, sýslu- og bćjarstjórnarkosningum.

1976     Miklir jarđskjálftar í Udine og Pordenone-héruđum 06.05.  Minnihlutastjórn kristilegra demókrata og kommúnista mynduđ í júní.  Eiturský í lofti í Seveso viđ Mílanó 10.07.

1977     Mikil eyđilegging í götubardögum viđ stúdenta 13.03.  Flótti nasistans Kapplers olli miklu pólitísku fjađrafoki 15.08.

1978     rćndi Rauđa herdeildin formanni kristilegra demókrata, Aldo Moro, 13. marz og myrti hann 54 dögum síđar.  Skír lög um baráttu gegn hryđjuverkamönnum sett.  Stjórnarkreppa í kjölfar afsagnar forseta landsins, Leone, 15. júní.  Hinn 81 árs gamli Pertini var kjörinn í stađinn 8. júlí.

1979     Eftir ţingkosningar í júní gátu kristilegir demókratar taliđ sig stćrsta flokk landsins.  Samtímis misstu kommúnistar fylgi.  Cossiga myndađi nýja ríkisstjórn (minnihlutastjórn), hina fertugustu eftir síđari heimsstyrjöldina.  Kommúnistar voru í stjórnarandstöđu.  Miklar hćkkanir olíuverđs.

1980     Árásir hryđjuverkamanna á dómara., lögreglu og stjórnmálamenn.  Ný skattalög skuldbundu veitingamenn og hóteleigendur til ađ halda nákvćmt kassabókhald.

Dóttur og frćnda ţýzka sjónvarpsfréttamannsins Dieter Kronzuckers var rćnt í Toskana 25. júlí.  Sprengja var sprengd á brautarstöđinni í Bologna 2. ágúst, ţar sem 80 létust.  Verđbólgan fór yfir 20%.  Jóhannes Páll II, páfi, heimsótti Ţýzkaland 15. september.  Mikill jarđskjálfti olli dauđa 300 manns og miklu eignatjóni  í Kampaníu og Basilicata á Suđur-Ítalíu 23. nóvember.

1981      Ríkisstjórn Forlani varđist vantrausti.  Jóhannes Páll, páfi, heimsótti Austur-Asíu í febrúar.  Vinnutími styttur hjá Fíatverksmiđjunum
.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM