Messína, hafnarborg
á norðaustanverðri Sikiley við Messínasund, er höfuðborg samnefnds
héraðs. Helztu framleiðsluvörur hennar eru matvæli, silki, muslín,
hördúkur og efnavörur. Messínaháskóli var stofnaður árið1548. Grikkir
stofnuðu borgina á 8. öld f.Kr. Herseta Rómverja árið 264 f.Kr. olli
fyrstu púnversku styrjöldinni milli þeirra og Karþagó. Eftir hernám
sarasena á 9. öld og síðar normana á 11. öld réðu ýmsir borginni.
Borgin var endurbyggð eftir jarðskjálfta árið 1908. Í þessum
náttúruhamförum fórust u.þ.b. 70.000 manns. |