Stromboli er eldfjallaeyja fyrir ströndum Suður-Ítalíu. Hún tilheyrir
Líparíeyjaklasanum á Tyrreuhafi, norðvestan Messína á Sikiley.
Heildarflatarmál Stromboli er 12 km2. Þar er virkt eldfjall
(926m) og nokkur smáþorp. Á miðöldum álitu Evrópumenn, að aðalhlið
helvítis væru aðalgígar Stromboli og Heklu.