Etna Sikiley Ítalía,
Flag of Italy


ETNA
ÍTALÍA

.

.

Utanríkisrnt.

 

Etna er eldfjall á austurströnd Sikileyjar.  Heildarflatarmál þessa hæsta, virka eldfjalls Evrópu er 1605 ferkílómetrar.  Það var 3323 m hátt snemma á 9 áratugnum og regluleg en mikið sprungin keila með fjölda smærri keilna á sprungusvæðunum.  Valle del Bove, upprunalegi gígurinn, sem hefur hliðrast, er 4,8 km breið og djúp sprunga í austurhlíðunum.  Hlíðum fjallsins er skipt í þrjú gróðursvæði, frjósöm ræktunarsvæði, sem ná upp í u.þ.b. 915 m hæð, skógarsvæði og auðn, sem nær upp frá u.þ.b. 1920 m.  Efstu hluta fjallsins eru snævi þaktir mestan hluta ársins  Ræktunarsvæðið er þéttbýlt og þar er fjöldi þorpa og borgirnar Katanía, Acireale og Nicolosi.

Aðalstöð járnbrautarinnar umhverfis fjallið er í Kataníu og þaðan liggur vegur upp í 1881 m hæð yfir sjó, þar sem strengjabraut tekur við upp í 2915 m hæð.  Fyrsta skráða eldgosið átti sér stað á 18. öld f.Kr. en rannsóknir staðfesta, að fjallið var eldvirkt fyrir þann tíma.  Allt að 90 eldgos eru skráð.  Skelfilegustu eldgosin urðu árin 1169 og 1669.  Árið 1169 eyddist Katanía og 15.000 manns fórust og árið 1669 fórust rúmlega 20.000 manns.  Árið 1928 eyddust tvö þorp að mestu og árið 1947 mynduðust tveir nýir gígar.  Etna gaus einnig á árunum 1971, 1981, 1983 og 1992.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM