Bozen Ítalía,
Flag of Italy


BOZEN
ÍTALÍA

.

.

Utanríkisrnt.

 

Bozen, höfuðborg Suður-Tíról er í 265 m hæð yfir sjó með u.þ.b. 110.000 íbúa.

Verzlunar-, iðnaðar- og ferðamannaborg.  Hún er trúarleg miðstöð hinna þýzkumælandi íbúa, sem eru í miklum meirihluta.  Bozen er í frjósömu dalverpi við ána Eisach, sem á upptök sín í Brennerskarði.  Bakgrunnur borgarmyndarinnar til austurs eru Dolomítafjöllin (Rosengarten með Vajoletturninum á toppi).

Bozen hét á tímum Rómverja Bauzanum.  Þar réðu Langbarðar um 680, Frankar um 740, Habsborgarar frá 1363 og síðan Austurríkismenn til 1919.  Sjálfstjórnarsvæðið Trentino-Suður-Tíról varð til árið 1948 og þýzka var viðurkennd sem annað aðaltungumál.

Skoðunarverðir staðir:
Walterskirkjan; sóknarkirkjan (síðgotnesk) rétt við dómkirkjuna; Dóminikanakirkjan; Kaputsínakirkjan.  Fallegar gönguleiðir.  Stórar sýningahallir- og svæði.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM