Pisa
í Toscana er í 4 m hæð yfir sjó.
Íbúafjöldinn er svipaður og í Reykjavík.
Borgin er setur erkibiskups og háskóla
(frá 12. öld) á báðum bökkum
Arno, 10 km frá Ligúríuhafi. Strandlengjan
er að hluta framburðar Arno, sem fært hefur Pisa 7 km fjær sjó síðan
etrúskar settust þar að. Borgin
er rómuð fyrir byggingarnar við **dómkirkjutorgið.
*Dómkirkjan.
**Babtisterium,
marmaraklædd kúpulbygging. **Skakki
turninn.
Á
rómverskum tíma hét borgin Pisae (frá 180 f.Kr.) Frá 11.öld var hún meðal mestu hafnarborga við Miðjarðarhafið
líkt og Genúa og Feneyjar. Borgarbúar
börðust í broddi fylkingar gegn márum og sigruðu múslima á Sardiníu,
Sikiley og í Túnis auk þess tóku þeir mjög virkan þátt í
krossferðunum. Hinar fögru
byggingar Pisa endurspegla alla þessa sigra.
Nýr kafli í toskanskri list hófst með byggingu dómkirkjunnar
á 11.öld. Eftir langt viðskiptastríð við Genúa var floti Pisa
sigr-aður við eyjuna Meloria árið 1284.
**Skakki turninn,
'Torre pedente' eða 'Campanile' var reistur á tímabilinu 1173-1350 með
6 súlnagangasvölum, hverri ofan á annarri, 55 m hár.
Hallinn er nú 5°30' til suðausturs.
Turntoppurinn liggur u.þ.b. 2,25 m frá lóðréttum öxli.
Þegar unnið var að byggingu hans, fór grunnurinn að síga og
sökkva. Þá var tekið
til þess ráðs að rétta hann af frá þriðju og fimmtu hæð.
Eðlis- og stjörnu-fræðingurinn Galileo Galilei (+1642), sem fæddist
í Pisa, gerði tilraunir með fallhraða hluta í turninum.
Gott útsýni yfir Pisa frá efsta palli (294 þrep).
*Campo Santo er frægasti kirkjugarður sinnar tegundar (1278-83; Giovanni di Simone)
í toskanísk-gotneskum stíl. Hornréttum
hallargarðinum, 126 m löngum og 52 m breiðum, var lokið endanlega árið
1463. Jarðvegur í garðinn
var sóttur til Jerúsalem árið 1203. |