Sviss
er 41.295 km² og íbúafjöldinn u.þ.b. 3,6 milljónir, þar af tæp
milljón útlendinga. Mótmælendur
eru 47,7% og katólskir 49,7%. 65% þjóðarinnar er þýzkumælandi, 18,1% talar frönsku,
12% ítölsku og 0,8% retórómönsku.
Landið skiptist í 26 kantónur (þar af 6 hálfkantónur:
Appenzell-Ausserrhoden, Nidwalden, Appenzell-Innerrhoden, Baselland,
Baselstadt, Obwalden). Sviss
hefur verið hlutlaust frá 1516.
Confoederatio
Helvetica (CH) er hið opinbera (latneska) nafn Sviss.
Nafnið Sviss er dregið af nafni kantónunnar 'Schwyz' og náði
áður aðeins yfir miðhluta landsins, þ.e. þrjár upprunalegu kantónurnar
Uri, Schwyz og Unterwalden, sem tengdust bandalagi (Rüthlischwur) við
vestanvert Vierwaldstätter-vatn 1291.
Þjóðfáninn er rauður ferningur með hvítum krossi.
Sviss
liggur að fimm löndum: Frakklandi, Þýzkalandi, Lichtenstein, Austurríki og Ítalíu.
Lengd landamæranna er 1.882 km.
Landfræðileg
skipting:
Alpar 60%,
miðhálendið
30% og Jura 10%.
Engi og úthagar eru 46%, skógar 25%, akrar 6% og fjalllendi 23%.
Nýting lands er 77% (þéttbýli og/eða ræktað land) og óræktað
fjalllendi er 23%, sem er vinsælt og eftirsótt meðal ferðamanna og náttúruunnenda.
Hæsti tindur Sviss er Dufour, 4.634 m, í Monte Rosa (Vallis) en lægsti
punkturinn er í Lago Maggiore (Tessin), 193 m.
Hæsta byggða ból er þorpið Juf í hádal Avers (Graubünden)
í 2.126 m hæð yfir sjó.
.
|