Luzern,
höfuðborg samnefndrar kantónu, er í 436 m hæð yfir sjó.
Íbúafjöldinn er u.þ.b. 68.000. Borgin er við norðurenda
hins vogskorna Vierwaldstättervatns, þar sem áin Reuss rennur úr því.
Í rúmlega öld hefur Luzern verið meðal vinsælustu ferðamannastaða
landsins.
Þar er fallegur miðaldamiðbær.
Staðarins
er getið sem Luciaria árið 730 en það nafn varð til í tengslum við stofnun
Benediktínaklaustursins St. Loedegar sama ár.
Eftir opnun Gotthardskarðsins þróaðist Luzern í að verða
mikilvægur verzlunarbær.
Árið 1291 varð bærinn hluti af Habsborgaraveldinu og 1332
hluti af eiðveldinu.
Þegar Napóleon hafði lagt Sviss undir sig árið 1798 varð
Luzern höfuðborg ríkisins um tíma.
*Kapellubrúin,
170 m löng yfir Reuss, var byggð árið 1333.
Hún var ein elzta varðveitta trébrú landsins en brann í ágúst
1993. Hún
var endurbyggð úr gömlu efni og vígð aftur 14. apríl 1994.
Spreuerbrúin,
Löwendenkmal (Thorvaldsen),
Gletschergarten,
Verkehrshaus der Schweiz,
Pilatus o.fl. skoðunarverðir staðir.
*Kapellubrúin,
|