Vevey, í kantónunni Waadt er í
383 m hæð yfir sjó. Íbúafjöldinn
er u.þ.b. 16.000. Vevey er
heilslubótarbær við mynni Vevey-árinnar við Genfarvatnið.
Í norðri gnæfa *Mont Pélerin (1084 m) o g Pléaides (1364 m)
yfir bæinn. Hlíðar
Lavaux, norðan Vevey, eru mikið vínræktarhérað.
Bærinn hét Viviscus á rómverskum tíma og var
mikilvægur hafnarbær. Um
1200 fékk Vevey bæjarréttindi. Bærinn
var mikilvæg verzlunarmiðstöð á miðöldum á verzlunarleiðinni
milli Búrgúnd og Piemont. Á
19. öld hófst ferðaþjónusta í auknum mæli. |