Grindelwald Sviss,
Flag of Switzerland


Eiger, Jungfraujoch.


GRINDELWALD
SVISS

.

.

Utanríkisrnt.

Grindelwald, í kantónunni Bern, er í 1050 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 3.500.  Sjá nánari upplýsingar um Berner Oberlandsvæðið undir Jungfraugebiet.  Bærinn er einn visælasti ferðamannastaður landsins sumar sem vetur.  Hann er alldreifður um hlíðar Swarzen Lütschine og þar bíða fjallaklifrarar færis til að glíma við Eigervegginn (3970 m), sem er hættulegasti klifurstaður Alpanna.  Veggurinn var fyrst klifinn árið 1938 á fjórum dögum.  Á kvöldin má sjá upplýsta glugga í Eigerveggnum, þar sem járnbrautarlestin fer um upp á Jungfraujoch.  Fleiri áhugaverð fjöll eru umhverfis bæinn, s.s. Mönch, Jungfrau, Schreckhorn og Mettenberg.  Tveir jöklar, sem heita Grinelwald Gletscher, eru í grenndinni.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM