Stein am Rhein Sviss,
Flag of Switzerland


STEIN am RHEIN
SVISS

.

.

Utanríkisrnt.

Stein am Rhein, í kantónunni Schaffhausen er í 413 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 2.700.  Bærinn stendur við þann hluta Bodenvatns, sem heitir Untersee, þar sem Rín rennur úr því.  Stein am Rhein er beztvarðveitti miðaldarbær Sviss, þar sem ber mikið á útskots- og freskahúsum.

Í grennd við bæinn byggðu Rómverjar fyrstu brúna yfir Rín.  Árin 1001-07 var klaustur hl. Georgen reist.  Árið 1083 var Benediktínaklaustrið Wagenhausen reist á vinstri bakkanum.  Árið var Stein am Rhein fyrst getið.  Bæjarréttindi frá 1385.  Bærinn tilheyrir kantónunni Schaffhausen frá árinu 1803.

Það er mjög gaman að ganga um þennan bæ og hverfa aftur í tímann um nokkrar aldir og skoða ráðhúsið og markaðstorgið.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM