Bellizona Sviss,
Flag of Switzerland


BELLINZONA
SVISS

.

.

Utanríkisrnt.

Bellizona, höfuðborg kantónunnar Tessin er í 230 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 18.200. Bellinzona er mikilvæg samgöngumiðstöð.  Þaðan kvíslast leiðir norður um Alpaskörðin St. Gotthard og San Bernandino auk Lukmanier.  Áður fyrr var auðvelt að loka þessum leiðum í Belli-zona og það gerði staðinn hernaðarlega mjög mikilvægan.  Það olli því, að Bellizona varð höfuðstaður kantónunnar árið 1878.

Rómverjar voru í Bellizona á tímabilinu 30 f.Kr. til 450 e.Kr.  Bæjarins er fyrst getið í heimildum árið 590 e.Kr.  Mílanóhertogar af Visconti- og Sforzaættum réðu bænum frá 1242.  Árið 1803 varð Bellizona hluti hinnar nýju kantónu, Tessin.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM