Solothurn, höfuðborg
samnefndrar kantónu er í 442 m hæð yfir sjó.
Íbúafjöldinn er u.þ.b. 18.000.
Hún stendur á báðum bökkum árinnar Aare við rætur Júra.
Endurreisnar- og barokstíll húsa minnir á setur sendiherra
Frakka í bænum á 16.-18.öld. Salodurum,
en svo hét bærinn áður, var ásamt Trier meðal elztu rómversku
byggða norðan Alpafjalla. Árið
303 féllu Ursus og Victor fyrir hinni þebönsku herdeild Rómverja og
urðu píslarvottar. Árið
1481 varð Solothurn hluti af eiðveldinu. |