Ascona Sviss,
Flag of Switzerland


ASCONA
SVISS


.

.

Utanríkisrnt.

*Ascona, í Tessin er í 196 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 4.300. Ascona er í skjólsælli og þokufrírri vík við Lago Maggiore.  Þar er blómlegur, suðrænn gróður.  Þorpið var fiskimannabær en er nú einhver vinsælasti ferðamannastaður Sviss.  Sólskins-stundir eru margar og vetur eru mildir.  Í miðbænum, sem er eingöngu ætlaður gangandi vegfarendum, eru falleg hús og margar verzlanir.

Fornleifauppgröftur árið 1952 leiddi í ljós byggð allt frá 800 f.Kr. (leirmunir).  Athyglin fór að beinast að Ascona í fyrri heimsstyrjöldinni, einkum vegna einsetumanna, sem settust að á Monte Verita.  Þorpið varð frægt sem dvalarstaður listamanna o.fl.(Lenin, Leoncavallo, Isadora Duncan, J.C.Jung, Rudof Steiner, Remarque og Hermann Hesse).

Upplagt er að sigla um Lago Maggiore.  Á stærri Kanínueyju er fallegur grasagarður.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM