Lausanne,
höfuðborg kantónunnar Waadt (Vaud) er í 380-530 m hæð yfir sjó.
Íbúafjöldinn er u.þ.b. 135.000.
Borgin er við norðanvert Genfarvatn.
Landslag þar er hæðótt og sundurgrafið af giljum og gjám.
Ásamt Genf er Lausanne ein aðalmenningarmiðstöð landsins.
Borgin er í hinum franska hluta Sviss og þar er ríkisrétturinn,
háskóli, tækniháskóli, hótelskóli o.fl.
Mikið er um ráðstefnur og sýningar alls konar.
Mikill matvæla- og neyzluvöruiðnaður, vínrækt og vínverzlun.
Þar sem Lausanne er nú
var keltnesk byggð við mynni árinnar Flon en Rómverjar lögðu hana
undir sig síðar og alemannar eyddu henni árið 379.
Þar á eftir kom víggirt herstöð á hæðinni Cité og
biskupar frá Avenches settust að (590).
Staðurinn tilheyrði Búrgúndum og Frönkum á víxl en varð
hluti af 'Hinu heilaga rómverska ríki' árið 1033.
Lausanne varð sjálfstæð á 15. öld og íbúarnir lögðu
Waadtland undir sig og komu siðbótinni á árið 1536.
Árið 1798 var Lausanne sjálfstæð undir nafninu Republique
Lémanique.
Árið 1803 varð Lausanne hluti af eiðsambandinu.
*Dómkirkjan.
Snemmgotnesk mótmælendakirkja frá 1275.
Tveir turnar, þaðan sem vörður kallar tímann að næturlagi.
*Signal
de Sauvabelin
er frábær útsýnisstaður í 647 m hæð yfir sjó. |