Locarno, í kantónunni
Tessin er í 205 m hæð yfir sjó.
Íbúafjöldinn er u.þ.b. 15.000.
Locarno er vinsæll ferðamannastaður við norðurenda Lago
Maggiore í skjólsælu og fögru umhverfi.
Landslagið er þakið görðum og vínviði, sem teygist upp um
allar hlíðar. Þar vaxa fíkju-,
ólífu og granattré. Nýir
bæjarhlutar hafa byggzt upp til suðurs og vesturs við ósa Maggia.
Myrtusviður blómstrar í ágúst.
Flestir ferðamenn koma til bæjarins á vorin og haustin. |