Altdorf, höfuðborg
kantónunnar Uri er í 458 m hæð yfir sjó.
Íbúafjöldinn er u.þ.b. 8.000.
Í henni er gamall og glæstur miðbær með mikla sögu. Altdorf er í þriggja km fjarlægð frá ósi árinnar Reuss
í Urnervatni. Samkvæmt þjóðsögunni
skaut Wilhelm Tell eplið af höfði drengsins í Altdorf (minnismerki
við ráðhúsið). Altdorf
varð kirkjustaður á 10. öld.
Mynd: Wilhelm Tell-torg. |