Einsiedeln Sviss,
Flag of Switzerland


EINSIEDELN
SVISS

.

.

Utanríkisrnt.

Einsiedeln, í kantónunni Schwyz er í 905 m hćđ yfir sjó og íbúafjöldinn er u.ţ.b. 9.600.  Ţessi frćgi pílagrímastađur og 1000 ára menningarsetur er í hádal milli Zürich- og Vierwaldstättervatna.  Ţarna er ađ finna einhvern mesta barokfjársjóđ í Ölpunum og norđan ţeirra í klausturbyggingunum (m.a. náđarkapella frá 1719-35 međ svartri Maríustyttu).  Klaustriđ er alls 34.000 m˛  Umhverfi klaustursins er ákaflega fagurt og friđsćlt.

Dómprófasturinn Eberhard frá Strassbourg stofnađi samtök (934) „einbúareglunnar” á rústum einsetukofa munksins Meinards frá Reichenau í Svartaskógi (myrtur 861).  Hermann frá Schwaben og kona hans gáfu klaustrinu landiđ og tryggđu ţar međ tilveru ţess.  Áriđ 947 varđ Einsiedeln konungsklaustur og ábótinn ríkisfursti.  Klaustriđ skemmdist fimm sinnum af eldi, 1029, 1226, 1465, 1509 og 1577.  Núverandi byggingar voru reistar um 1700.  Ulrich Zwingli var um tíma almenningsprestur í Einsiedeln.  Áriđ 1639 fóru ţar fram fyrstu friđarumleitanir í 30 ára stríđinu milli Frakka og Bćjara.  Ţróun bygginga klaustursins var frá rómönskum stíl yfir í gotneskan (kirkjan) og síđan til barok.  Ritlist var í hávegum höfđ í klaustrinu.

Sihlvatn var gert af manna höndum.  Ţađ er 9 km langt og 1,1 km breitt og alls 10,85 km˛ uppistöđulón (93 milljónir mł).  Stíflan er 1015 m löng og bygging hennar hófst áriđ 1934
.

Jóhannes Páll páfi heimsótti klaustriđ sumariđ 1989.

*Klaustriđ 'Benediktienerabtei Maria Einsiedeln' (34.000 m˛).
*Kirkjan í barokstíl er frá árunum 1719-35.
*Miklir möguleikar til skemmtilegra gönguferđa.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM