Einsiedeln Sviss,
Flag of Switzerland


EINSIEDELN
SVISS

.

.

Utanríkisrnt.

Einsiedeln, í kantónunni Schwyz er í 905 m hæð yfir sjó og íbúafjöldinn er u.þ.b. 9.600.  Þessi frægi pílagrímastaður og 1000 ára menningarsetur er í hádal milli Zürich- og Vierwaldstättervatna.  Þarna er að finna einhvern mesta barokfjársjóð í Ölpunum og norðan þeirra í klausturbyggingunum (m.a. náðarkapella frá 1719-35 með svartri Maríustyttu).  Klaustrið er alls 34.000 m²  Umhverfi klaustursins er ákaflega fagurt og friðsælt.

Dómprófasturinn Eberhard frá Strassbourg stofnaði samtök (934) „einbúareglunnar” á rústum einsetukofa munksins Meinards frá Reichenau í Svartaskógi (myrtur 861).  Hermann frá Schwaben og kona hans gáfu klaustrinu landið og tryggðu þar með tilveru þess.  Árið 947 varð Einsiedeln konungsklaustur og ábótinn ríkisfursti.  Klaustrið skemmdist fimm sinnum af eldi, 1029, 1226, 1465, 1509 og 1577.  Núverandi byggingar voru reistar um 1700.  Ulrich Zwingli var um tíma almenningsprestur í Einsiedeln.  Árið 1639 fóru þar fram fyrstu friðarumleitanir í 30 ára stríðinu milli Frakka og Bæjara.  Þróun bygginga klaustursins var frá rómönskum stíl yfir í gotneskan (kirkjan) og síðan til barok.  Ritlist var í hávegum höfð í klaustrinu.

Sihlvatn var gert af manna höndum.  Það er 9 km langt og 1,1 km breitt og alls 10,85 km² uppistöðulón (93 milljónir m³).  Stíflan er 1015 m löng og bygging hennar hófst árið 1934
.

Jóhannes Páll páfi heimsótti klaustrið sumarið 1989.

*Klaustrið 'Benediktienerabtei Maria Einsiedeln' (34.000 m²).
*Kirkjan í barokstíl er frá árunum 1719-35.
*Miklir möguleikar til skemmtilegra gönguferða.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM