Upptök ánna Rín, Rhône,
Aare, Reuss og Tessin eru á Gotthardsvæðinu.
Vatnasvið: Rín
36.494 km², þar af 8.531 km² utan Sviss, Rhône 10.403 km² (3.456),
Inn 2.150 km² (358) og Tessin 1.616 km².
67,7% vatnsfalla enda í Atlantshafi, 27,9% í Miðjarðarhafi og
4,4% í Svartahafi. Meðalrennsli
Rínar við Basel er 1.026 m³/sek.
Jurasvæðið
er að mestu úr kalki. Miðhálendið að mestu úr setlögum, sandsteini og samanþjappaðri
möl og Alparnir að mestu úr graníti, gneiss (frumgrýti) og kalki.
Alpaskörðin
urðu fyrst að samgönguleiðum á rómverskum tíma.
San Bernardino er yfirleitt fært allt árið.
Flest önnur skörð án jarðgangna eru lokuð vegna snjóa
einhvern tíma á milli nóvember og maí ár hvert.
Jöklar
eru 140 talsins, 1.556 km², og liggja yfir 3000 m hæð.
Í Sviss eru einhverjir lengstu skriðjöklar heims, s.s.
Alesch-jökullinn, 23,6 km langur.
Þýzkan,
sem töluð er í landinu er mállýzka, Schwyzerdütsch, en ritmálið
er þýzka.
Í
þjóðarráðinu (fulltrúadeild þingsins) sitja 200 kjörnir fulltrúar,
sem deilt er hlutfallslega milli kantónanna (hver a.m.k. eitt sæti).
Stöðuráðið (öldungadeildin) hefur 46 sæti, tvö fyrir
hverja kantónu. Ákvarðanir
þingsins verða að hljóta meirihluta atkvæða í báðum deildum til
að verða að lögum.
Framkvæmdavaldið
er í höndum sambandsráðsins (Bundesrat) eða öllu heldur ríkisstjórnar-innar,
sem telur 7 og er kosin fjórða hvert ár af þinginu.
Engin kantóna má hafa fleiri en einn full-trúa í ríkisstjórn,
sem kýs einn ur sínum röðum til forseta í eitt ár í senn og hann
annast líka ráðu-neyti sitt. Kosningaaldur
er 20 ár. 30.000
undirskriftir þarf til að mál gangi til þjóðaratkvæða-greiðslu.
100.000 undirskriftir þarf til að koma þjóðarkröfu fyrir þingið,
s.s. stjórnarskrárbreytingu.
Sambandsherinn.
Allir ríkisborgarar á aldrinum 20 til 50 eru undantekningalaust
herskyldir. Þeir, sem eru
á þessum aldri og lausir frá frumherskyldu, geyma vopn og búnað
heima hjá sér og verða að stunda reglulegar her- og skotæfingar árlega. Svissneski lífvörðurinn í Vatikaninu er aldagömul hefð.
Fjöldinn
allur af alþjóðastofnunum er í landinu:
Rauði krossinn í Genf (1863; Henri Dunant), Alþjóða vinnumálastofnunin,
Alþjóða heilbrigðisstofnunin o.fl.
Genf er setur Evrópudeildar Sameinuðu þjóðanna.
Sviss er í EFTA, Evrópuráðinu, Þróunar- og viðskiptastofnuninni
og hefur fríverzlunarsamning við ESB.
Landið
er rýrt af hagnýtum jarðefnum og hráefnum.
Því var snemma hafizt handa við fullvinnsluiðnað ýmissar
verðmætrar framleiðslu, verzlun og þjónustu.
Á þessum sviðum hefur Sviss náð svo langt, að það er riíkasta
land í heimi með stöðugan og virtan gjaldmiðil.
Helztu burðarásar iðnaðar eru:
Efna-, lyfja-, véla-, vopna-, málm-, rafeinda-, leður-,
gerviefna-, vefnaðar-, og matvælaiðnaður.
Úrsmíði hefur í auknum mæli orðið að mæta samkeppni tölvuúra.
Iðnaðarvörur eru 80% af útflutningi Sviss.
Sviss
verður að flytja inn alla orkugjafa nema vatnsorku, sem stendur undir
80% af orku-þörfinni. 15%
eru framleidd í þremur kjarnorkuverum og 5% í fjarvarmaveitum.
U.þ.b. þriðjungur raforkunnar fer til iðnaðar.
Landbúnaður
hefur tiltölulega lágan sess, þar eð erfitt er að stunda hann í fjöllunum
og mestur hluti hans er stundaður á hinu takmarkaða láglendi
Alpaforlandsins. Engu að síður
fram-leiðir Sviss rúmlega helminga allra matvæla, sem neytt er í
landinu.
Ferðaþjónusta
er mikilvæg, þótt Sviss sé dýrt ferðamannaland. |