Davos Sviss,
Flag of Switzerland


DAVOS
SVISS

.

.

Utanríkisrnt.

Davos, í kantónunni Graubünden er í 1560 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 12.300.  Landssvæðið, sem nefnist Davos Platz er 254 km².  Fjöll og skógar veita skjól gegn norðan- og austanáttum, þannig að loftslagið er milt, sólríkt og þurrt.  Davos er vinsæll ferðamannastaður bæði vetur og sumar.  Þorpið er 4 km langt.

Davos er fyrst getið í heimildum skjalasafns biskupanna í Chur árið 1160.  Nafn bæjarins var fyrst Tavaus og síðar Dafaas áður en það varð Davos.

Gaman er að ferðast upp með *Davos-Parsenn-brautinni (4.106 m löng; hæðarmunur 1.106 m og ferðin tekur 25 mín.  Umhverfis Davos eru geysispennandi möguleikar til gönguferða.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM