Chur Sviss,
Flag of Switzerland


CHUR
SVISS

.

.

Utanríkisrnt.

Chur, höfuðborg kantónunnar Graubünden er í 587 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 33.500.

Vegna legu sinnar í grennd við helztu fjallaleiðirnar er Chur elzta þéttbýli Sviss.  Loftlag á þessu svæði er mjög milt.  Borgin er miðstöð menningar og andlegs lífs.  Á retórómönsku heitir Chur Cuera eða Cuoria.  Borgin er fyrir neðan biskupahöllina, sem fyrst var getið árið 452.  Í Chur er alþjóðleg járnbrautarstöð, þaðan sem hægt er að ferðast um alla Evrópu og víðar.  Þaðan aka líka spormjóar lestir til og frá St. Moritz (Rhätische Bahn), Arosa og Gletscher-Express (Furka-Oberalplestin til Brig).

Búseta á þessu svæði hófst u.þ.b. 3000 f.Kr.  Árið 15 f.Kr. gerðu Rómverjar Chur að höfuðstað Raetia Prima.  Nafnið Chur er keltneskt að uppruna = Kora eða Koria, sem þýðir ætt eða fjölskylda.  Við siðbótina (um 1520) skildust ríkið og biskupaveldið að.  Ríkið varð að kantónu árið 1803.  borgin er á aurkeilu árinnar Plessur, sem rennur í Rín.

*Dómkirkjan og safn hennar eru þess virði að skoða.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM