Arosa Sviss,
Flag of Switzerland


AROSA
SVISS
.

.

Utanríkisrnt.

Arosa, í kantónunni Graubünden, er í 1.740-1.890 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 4.500. Bærinn er efst í hinum kyrrláta 'Hochtal' í Schanfligg-fjöllum, talsvert afsíðis frá aðalvegin-um.  Arosa er vinsæll sumar- og vetrardvalarstaður (Kurort) umlukinn fjöllum.  Vegurinn frá Chur er 30 km langur, hæðarmunur um 1.200 m og mjög bugðóttur.  Járnbraut á mjóu spori var opnuð til Arosa árið 1914 og ferðin með henni frá Chur tekur u.þ.b. eina klukkustund.  Bílaumferð er bönnuð í þorpinu að næturlagi.

Fyrsta byggð fór að myndast árið 1220 frá klaustrunum Churwalden og St. Luzi.  Þá lá leiðin þangað um tæp einstigi.  Skömmu síðar settust nokkrar fjölskyldur þar að.  Árið 1851 var þar sjálfstæð sókn.  Á 15. öld bjuggu 150 manns í Arosa. Fjallkapellan var byggð árið 1490 (síðgotn.).  Árið 1850 voru aðeins 50 íbúar í þorpinu.  Árið 1890 komust á póstsamgöngur.  Fyrsti vottur að ferðaþjónustu var Hotel Seehof árið 1880.  Um aldamótin 1900 var Arosa orðinn þekktur heilsu-bótarstaður og var komið í fremsta flokk slíkra staða árið 1913.  Árið 1930 voru íbúarnir 3.274.  Árið 1933 var fyrsti skíðaskólinn opnaður.  Árið 1939 var fyrsta togbrautin opnuð.

Gönguleiðir frá Arosa eru allt að 150 km langar.  Skógarmörk liggja í svipaðri hæð og þorpið, þannig að skíðasvæðin eru á trjálausu landi.  Í Kursaal er spilavítil.  Norðan Arosa gnæfir fjallaþorpið Maran, sem er einn vinsælasti áfanginn í gönguferðum um Íkornastíg (Eichhörnliweg).  Nokkurra klukkustunda létt ganga er um Strelaskarð til Davos eða um Aroser-Weisshorn til Parpaner-Weisshorn (2½ tími).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM