Basel Sviss,
Flag of Switzerland


BASEL
SVISS

.

.

Utanríkisrnt.

Basel, í hálfkantónunni Basel-Stadt, er í 256-282 m hæð yfir sjó.  Basel er önnur stærsta borg Sviss og er í nánd við þýzku og frönsku landamærin.  Basel hefur verið sjálfstæð hálfkantóna frá 1833 en hin hálfkantónan heitir Basel-Land.  Borgin er á báðum bökkum Rínar og má heita hafnarborg Sviss.  Hún er verzlunar- og menningarborg.  Þar eru athyglisverðar byggingar og söfn.  Dómkirkjan Münster er frá 9. til 13. öld og var endurbyggð árið 1356.  Ráðhúsið frá 1504-21 er skrautmálað hús í gotneskum stíl.  Dýragarðurinn er skoðunarverður.

Seint á 1. öld f.Kr. var keltnesk byggð á Münsterhólnum.  Þar byggðu Rómverjar herstöð um leið og þeir stofnuðu til byggðar í bænum Augusta Raurica.  Búrgúndar réðu bænum á 10. öld en hann varð þýzkur árið 1025.  Eftir mikil slagsmál við Habsborgara varð Basel hluti af Sviss árið 1501.  Árið 1529 náðu siðaskiptamenn völdum í borginni.  Háskólann stofnaði Píus páfi II árið 1460.  Hann varð að höfuðstöðvum húmanismans fyrir tilstilli Erasmusar frá Rotterdam árið 1521.  Árin 1869-79 bjó heimspekingurinn Friedrich Nietzsche í Basel.


Dómkirkjan Münster
Listasafn Basel, 
Sögusafnið, 
Dýragarðurinn.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM