Interlaken Sviss,
Flag of Switzerland


INTERLAKEN
SVISS

.

.

Utanríkisrnt.

Interlaken, í kantónunni Bern er í 568 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 13.000.  Interlaken dregur nafn sitt af legu milli Thuner- og Brienzervatnanna við stúf af ánni Aare, sem tengir þau.  Bærinn er líka við norðurrætur Jungfraufjallgarðsins.  Frá Interlaken er hægt að ferðast vítt og breitt um töfralandslag Berner Oberland.  Interlaken er einn elzti og þekktasti ferðamanna- og heilsubótarstaður Sviss.  Bærinn stendur á 35 km² flæðilandi, sem hefur myndast á milli vatnanna á síðustu árþúsundum.

Líklega voru keltar fyrstir til að setjast að á þessu svæði.  Rómverjar komu í kjölfarið og síðan alemannar.  Árið 1133 var stofnað Ágústínusarklaustrið Inter-Lacus, sem flutti síðar og var byggt við nunnuklaustur árið1257.  Klaustrið varð brátt stærsti landeigandinn í Berner Oberland.  Klaustrið varð upphaf þéttbýlismyndunar.  Siðbótin var viðurkennd í kantónunni árið 1528 og klaustrin lögð niður.  Byggingar þess eru nú stjórnsýsluhús héraðsins.  Ferðaþjónusta hófst á 17. öld.

Interlaken er upplagður upphafsstaður hálfs- og heilsdagsferða um nágrennið, hvort sem er með farartæki eða gangandi.  Ferð upp á Jungfraujoch er óborganleg í góðu skyggni (farið frá austur brautarstöðinni og tekur skemmst 4-5 klst.; góðir skór, hlý föt, gott veður, sólgleraugu og gott skap þarf að hafa í farteskinu).

Ýmislegt er til gamans gert í Interelaken.  Frá júní til september eru sýningar í Tell-útileik-húsinu.  Haldin er tónlistarhátíð og þjóðlagakvöld á sama tíma.  Kvöldsiglingar á Thuner- og Brienzervötnum í júlí og ágúst.  Tómstunda- og íþróttamöguleikar eru margir.  Ferðir vítt og breitt um fjöllin með tannhjóla- og togbrautum.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM