Brig Sviss,
Flag of Switzerland


Stockalperschloss.


BRIG
SVISS

.

.

Utanríkisrnt.

Brig, í kantónunni Wallis er í 684 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 9.500. Brig er mikilvæg samgöngumiðstöð á suðurbakka árinnar Rhône.  Þaðan leggja upp lest-irnar, sem fara um Simpon, Lötschberg, Furka-Oberalp og Wisp-Zermatt.  Bærin er sögulegur og húsin þar athyglisverð. Þegar á dögum Rómverja var Brig mikilvægur vegna samgangna.  Nafnið er dregið af legu staðarins milli brúnna á ánum Rotten og Saltina.  Um tíma sat biskup í Brig.

Skoðunarverðir staðir
*Stockalperschloss (fegursta barokhöll Sviss),
*Wallfahrtskirche (1540; gotn. og endur-reisnarstíll),
*Grosse Aletschgletscher (norðan Brig, 170 km²) og fleiri jöklar norðan þar.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM