St. Moritz, í kantónunni
Graubünden er í 1853 m hæð yfir sjó. Íbúafjöldinn er u.þ.b. 6.000.
St. Moritz er alþjóðlegur heilsubótar- og vetraríþróttastaður.
Vetrarólympíuleikar voru haldnir þar árin 1928 og 1948 í miðju
Oberengadin, sem er skjólgott svæði.
Áin Inn rennur í gegnum St. Moritzvatn (1771 m.y.s.).
Við suðvesturströnd vatnsins eru lindir með kolsýru (ölkeldur),
sem hafa verið notaðar frá bronzöld.
Umhverfi bæjarins er undurfagur. |