Bern Sviss,
Flag of Switzerland

Picture


BERN
SVISS

.

.

Utanríkisrnt.

Bern, höfuðborg Sviss og næststærstu kantónunnar, Bern, er í 540 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 150.000.

Yfir háskólaborginni Bern gnæfir dómkirkjan Münster í gamla borgarhlutanum, sem er á sandsteinshrygg með ána Aare á báðar hliðar og háar brýr tengja hann nýrri hverfum.  Gamli hlutinn er að nokkru leyti í upprunalegri mynd.  Húsin, með framsettum þökum og súlnagöngum (alls 6 km löng), bera vott um velmegun borgaranna á 18. öld.  Flestir hinna líflegu og litríku brunna eru frá 1540-45 (eftir Hans Gieng).  Borgin byggist á iðnaði (vefnaður, vélar, súkkulaði, lyf, matvæli, prentun, rafeindatæki o.fl. og verzlun (mest landbúnaðarafurðir).

Líklega stofnaði Berthold I, hertogi af Zähringenætt, borgina árið 1191.  Þegar n var gengin fyrir ætternisstapa gaf Friðrik II, keisari, borginni sjálfstæði.  Í orrustunni við Laupen sigruðu borgarbúar undir stjórn Rudolfs von Erlach Búrgúndsaðalinn.  Árið 1353 gekk Bern í eiðveldið.  Siðbótin kom árið 1528.  Þing og ríkisráð hefur setið í Bern síðan 1848.  Alþjóðapóstsamtökin hafa haft þar aðsetur síðan 1874 og alþjóðleg samtök um járnbrautasamgöngur síðan 1893.  Við háskólann í Bern er deild, sem leggur áherzlu á tölfræðilegar athuganir á ferðaþjónustunni.


Skoðunarverðir staðir
*Kleine Schanze (útsýnisskífa),
*Münster (síðgotn.),
*Listasafnið,
*Sögusafn Bern,
*Svissneska Alpasafnið.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM