Bern,
höfuðborg Sviss og næststærstu kantónunnar, Bern, er í 540 m hæð
yfir sjó. Íbúafjöldinn
er u.þ.b. 150.000.
Yfir
háskólaborginni Bern gnæfir dómkirkjan Münster í gamla
borgarhlutanum, sem er á sandsteinshrygg með ána Aare á báðar hliðar
og háar brýr tengja hann nýrri hverfum.
Gamli hlutinn er að nokkru leyti í upprunalegri mynd.
Húsin, með framsettum þökum og súlnagöngum (alls 6 km löng),
bera vott um velmegun borgaranna á 18. öld.
Flestir hinna líflegu og litríku brunna eru frá 1540-45 (eftir
Hans Gieng). Borgin
byggist á iðnaði (vefnaður, vélar, súkkulaði, lyf, matvæli,
prentun, rafeindatæki o.fl. og verzlun (mest landbúnaðarafurðir).
Líklega
stofnaði Berthold I, hertogi af Zähringenætt, borgina árið 1191.
Þegar hún var gengin fyrir ætternisstapa gaf Friðrik II,
keisari, borginni sjálfstæði. Í
orrustunni við Laupen sigruðu borgarbúar undir stjórn Rudolfs von
Erlach Búrgúndsaðalinn. Árið
1353 gekk Bern í eiðveldið. Siðbótin
kom árið 1528. Þing og ríkisráð
hefur setið í Bern síðan 1848.
Alþjóðapóstsamtökin hafa haft þar aðsetur síðan 1874 og
alþjóðleg samtök um járnbrautasamgöngur síðan 1893.
Við háskólann í Bern er deild, sem leggur áherzlu á tölfræðilegar
athuganir á ferðaþjónustunni.
Skoðunarverðir staðir
*Kleine
Schanze (útsýnisskífa),
*Münster (síðgotn.),
*Listasafnið,
*Sögusafn
Bern,
*Svissneska Alpasafnið. |