Zurich Sviss,
Flag of Switzerland


ZÜRICH
SVISS

.

.

Utanríkisrnt.

Zürich, höfuðborg samnefndrar kantónu er í 410 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn var u.þ.b.  380.000 (1998). Zürich er stærsta borg Sviss og mesta viðskipta- og menningarborgin.  Hún er líka ein fegursta borg landsins og býður upp á margt  fyrir ferðamenn.  Hún er við norðvesturenda Züruchvatns á báðum árbökkum Limmat, sem rennur úr vatninu á milli Uetliberg og Zürichberg.  Þar er háskóli og tækniháskóli auk fleiri menntastofnana.  Við Bahnhofstrße er þrír aðalbankar Sviss auk þess sem gatan er ein virðulegasta og dýrasta verzlunargata í Evrópu.  Vefnaðar-, véla- og rafeindaiðnaður eru máttarstólpar iðnaðar í Zürich.  Kauphallir og tryggingarfyrirtæki eru áberandi.  U.þ.b. ein milljón ferðamanna heimsækja Zürich árlega.  20% þjóðartekna er aflað í borginni.

Die Neue Zürcher Zeitung, sem er eitt virtasta dagblað Evrópu, á aðalaðsetur í Zürich.  Salomon Gessner stofnaði það árið 1780 og hafði þá þegar 100 starfsmenn á ritstjórnarskrifstofum við störf heima og erlendis.  Upplag blaðsins er nálega 120.000 eintök.

Zürich er 92 km², u.þ.b. 40% íbúanna eru katólskir.  Zürichkantónan er 1.729 km² og íbúafjöldi hennar eru u.þ.b. 1,2 milljónir.

Turicum = Zürich var rómverskt virki á Lindenhof, þar sem var herstöð þegar árið 15 f.Kr.  Á eyju í Limmat eru ennfremur minjar um búsetu manna snemma á steinöld.  Verndardýrlingarnir Felix og Regula eru grafnir í Großmünster (evangelísk; frá 9.öld).

Árið 1523 komst siðbót Zwinglis (1484-1531) á í Sviss og skipaði Zürich sama sess í sögunni og Wittenberg og Genf, sem miðstöð hins nýja siðar.

Zürichvatn myndaðist síðla á ísöld, er jöklar hopuðu, í jökulsorfinni dæld.  Það er 39 km langt og alls 88 km², allt að 4 km breitt og 143 m djúpt.  Þrátt fyrir mikið þéttbýli við vatnið, er a.m.k. þriðjungur strandlengju þess aðgengilegur almenningi.  Við vatnið búa íbúar kantónanna Zürich, St. Gallen og Schwyz.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM