Neuchatel, höfuðborg
samnefndrar kantónu er í 430 m hæð yfir sjó.
Íbúar eru u.þ.b. 35.000.
Borgin er á norðurströnd samnefnds vatns við rætur Júra. Þar er háskóli, viðskiptaháskóli, úrarannsóknarstöð
o.fl. Helztu byggingar
umlykja höfnina en íbúðahverfi standa á gulu Jurakalkinu umkringd görðum
og vínekrum í lághlíðum Chaumont.
Staðarins var fyrst getið sem 'Novum Castellum' árið 1011 og
á 12. öld varð hann hluti Hins heilaga rómverska ríkis hinnar þýzku
þjóðar. Árið 1848 varð
hann hluti af eiðveldinu og höfuðborg kantónunnar frá 1815. |