Baden, í kantónunni Aargau er í
385 m hæð yfir sjó. Íbúafjöldinn
er u.þ.b. 13.600. Baden, sem heitir eftir heilsuböðum, hefur verið
verið markaðsbær frá örófi alda.
Gamli bæjarhlutinn er frá miðöldum.
Neðar við ána Limmat, sem rennur úr Zürichvatni, eru böðin,
sem voru þegar notuð á dögum Rómverja.
Þar eru 19 laugar, 48°C, sem eru notaðar til að bæta úr
gigt og slímhimnubólgum (kvefi).
Rennslið úr laugunum er u.þ.b. 1000 l á dag.
Í dalnum, vestan baðanna, er nýrri bæjarhluti og verksmiðjur,
s.s. Brown, Boveri & Co. o.fl.
Rómverjar kölluðu staðinn Aquae Helvetiae.
Baden var mesti heilsubótarstaður í Sviss á miðöldum og átti
talsvert hlutverk í stjórnmálaþróun í gamla Sviss. Árið
1892 var fyrsta vatnsorkuvirki landsins tekið í notkun við Baden. |