Einkennisdýr
Alpanna er hin fima Gemsa með
aftursveigð horn og svarta rák á baki.
Á sumrin er hún rauðbrún en á veturna dökkbrún.
Helzt er að finna hana við efri skógarmörk en á sumrin
einnig í klettum.
Múrmeldýrið
er gulbrúnt á baki og grábrúnt um miðjuna.
Það gefur frá sér hvell viðvörunarhljóð, þegar hættu
ber að, og hverfur niður í holu sína, sem það grefur og liggur þar
í dvala á veturna.
Snæhérinn
er
grábrúnn eða grár á sumrin en hvítur á veturna og lifir ofar 1.300 m
yfir sjó. Hann skilur
eftir sig spor, sem líkjast handarfari.
Alpamúsin
(Alpenwühlmaus) er ljósbrúngrá á baki með hvítan hala.
Hún stekkur, klifrar og syndir vel og finnst allt upp að
snjólínu, helzt í nánd við alparósirnar.
Steinörninn,
með 2 m vænghaf, sést oftast á flugi.
Hann verpir oftast á stöllum í þverhnípi og er sjaldgæfur.
Gæsagammurinn
er enn þá sjaldgæfari en
steinörninn með hvítan haus, ljósbrúnan búk og svart stél.
Alpakrákan
heldur sig allt frá túnum og engjum í
2.000 m hæð upp á hæstu tinda. Hún er á stærð við akurhænu.
Hún er með hvíta vængi á sumrin en er alhvít á veturna.
Mynd: Múrmeldýr. |