Vierwaldstättervatn, í kantónunum
Uri, Schwyz, Unterwalden og Luzern er í 437 m yfir sjó.
Það er fjórða stærsta vatn Sviss og dregur nafn af kantónunum
fjórum, sem að því liggja. Það
ber af öðrum vötn-um landsins fyrir stórkostlegt og fjölbreytts
umhverfis, háum fjöllum með tog- og tannhjólabrautum eins og Rigi,
Pilatus, Stanserhorn o.fl. Bakkar
vatnsins og næsta umhverfi þess er vaxið suðrænum gróðri og víða
eru baðstaðir. Þorpin við
vatnið eru fögur og friðsæl. Þar
eru líka ýmsir sögulegir staðir, sem eru m.a. tengdir tilurð
svissneska eiðveldisins. Þetta
svæði er einn vinsælasti ferðamannastaður Evrópu.
Ýmsir hlutar vatnsins bera sín eigin nöfn,
Luzernvatn, Alpnachvatn, Küssnachtvatn, *Urnervatn o.fl.
Sigling um vatnið er bezta leiðin til að njóta fegurðarinnar
og svo líka ferðir upp á hæstu tinda |