Murten Morat Sviss,
Flag of Switzerland


MURTEN - MORAT
SVISS

.

.

Utanríkisrnt.

Murten, í kantónunni Friburg er í 450 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 4.600.  Bærinn er á hæðarhrygg á frönsk/þýzku tungumálalínunni við friðsælt Murtenvatnið.  Þar er einn bezt varðveitti miðaldabæjarkjarni í landinu frá 15.-18.öld.  Gamli bæjarhlutinn er umkringdur borgarmúr, sem hægt er að ganga á.

Árið 515 gaf Sigismund konungur af Búrgúnd klaustrinu St. Maurice óðalið Murten.  Árið 1013 var Murtenvirkið í höndum Rudolfs III, konungs af Búrgúnd.  Bærinn var stofnaður á árunum 1157-77 (Zähringerættin).  Staðurinn er þekktastur fyrir orrustuna við Murten, þar sem svissneska eiðveldið sigraði Karl djarfa af Búrgúnd árið 1476.  Orrustuvöllurinn náði á milli Cressier (572 m) og Greng (442 m) en á Greng stendur minnismerki um atburðinn.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM