Frakkland,
France Flag

. . . Meira

FRAKKLAND


.

.

Utanríkisrnt.

Greece Flag

Heildarflatarmál Frakklands er 547.026 km² að Korsíku meðtalinni.  Strandlengjan er 3120 km löng og hluti suðurmarkanna er Pyrenneafjöll, sem teygjast milli Atlantshafs og Miðjarðarhafs.  Hluti austurmarkanna milli Frakklands, Ítalíu og Sviss eru Alparnir.  Landamærin milli Frakklands, Þýzkalands, Lúxemburgar og Belgíu eru ekki eins greinileg landfræðilega og eru fremur óregluleg. Landinu er skipt í 96 stjórnsýsluhéruð (departments), sem hafa sín eigin þing.  Eftir að dregið var úr miðstýringu árið 1982 bættust 22 svæði við og eftir 1986 fengu þau fulltrúa á þjóðþinginu.  Innan héraðanna eru 325 sýslur (arrondissements), 3714 hreppar og 36.430 sveitafélög, sem eru sjálfráð á ýmsum sviðum.  Fimm stjórnsýsluhéruð eru í öðrum heimsálfum, eitt sambandsríki og þrjár nýlendur.

Frakkland hefur verið lýðræðisríki síðan 1871 og núverandi stjórnarskrá er frá 1958.  Forsetinn hefur verið kjörinn í almennum meirihlutakosningum síðan 1962 og hann tilnefnir forsætisráðherra.  Þingið skiptist í fulltrúadeild, sem sér um löggjöf, og öldungadeild, sem er ráðgefandi í efnahags- og félagsmálum.  Frakkland er meðal stofnenda Evrópusambandsins og Evrópuráðsins í Strasbourg.
.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM