Cannes Frakkland,
France Flag


CANNES
FRAKKLAND
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Cannes er við sjávarmál.  Staðurinn komst á kortið sem frábær baðstaður heldra fólksins og hressingardvalarstaður að vetrarlagi  frá 1834, einkum eftir 1860.  Helztu þjóðhöfðingjar Evrópu sóttu þangað (Viktoría drottning og Edward II sar af Rússlandi o.fl.).   Brezkir gestir stofnuðu fyrstir siglinga-, golf- og tennisklúbba þar.  Bandaríkjamenn sóttu þangað á sumrin á árunum 1919-1939.  Gamla þorpið 'Le Suquet' með 6-7 götum er á hól, sem gnæfir yfir aðalgötuna og höfnina.  Þar ber mest á kirkjunni Notre Dame d'Espérance, sem dregur nafn af gylltri 17. aldar tréstyttu af heilagri guðsmóður hangandi á akkeri með kórónu á höfði yfir altarinu.  Önnur stytta af Maríu og Jesú utan kirkjunnar var reist til minningar um það, hve borgin slapp vel frá hildarleik síðari heimsstyrjaldarinnar.

Cannes teygist rúmlega 6 km meðfram ströndinni. 
Bd de la Croisette tengir spilavítin tvö.  Miðja vegu á strætinu er Palais des Festivals, þar sem kvikmyndahátíðirnar er haldnar árlega.

Le Cannet er þorp (2 km norðan Cannes), sem hefur haldið hefur ímynd sinni og töfrum gamla tímans.  Það er tilvalið að fara í gönguferðir í umhverfi þess.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM