St Maló Frakkland,
France Flag


St MALÓ
FRAKKLAND
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

St. Maló er í Ille-et-Vilainesýslu í Bretagnehéraði við sjávarmál með 48.000 íbúa.  Borgin er á eyju, sem er umkringd höfn og baðströndum.  St. Maló, einn mesti ferðamannastaður Bretagne, varð til við samruna bæjanna tveggja, St. Servan við Ranceána og Paramé.  Þegar víkingar hófu að herja á þessum slóðum, flúði fólkið út á þessa litlu eyju í mynni Ranceárinnar og byggð þar virki, sem varð upphafið að St. Maló.  Þar var biskupssetur frá 1144.  Jasques Cartier sigldi frá St. Maló árið 1534 og fann St. Lawrenceána og Kanada.  Á 17. og 18. öld voru skipstjórar þar lögverndaðir sjóræningjar, Corsaires, því að þeir hjálpuðu frönsku konungunum við að eyðileggja verzlunarflota Englendinga og Hollendinga.

St. Maló var næstum jöfnuð við jörðu í síðari heimsstyrjöldinni en var byggð upp aftur í sömu mynd (graníthús við þröngar götur. 
Höll frá 15. og 16. öld.  Musée de St. Maló er byggðasafn (m.a. minjar um sjóræningjana).  Tour des Moulins er fiskveiðasafn.  Borgarmúrarnir standa umhverfis gamla bæinn (13. og 14. öld).  Ile du Grand Bé er fæðingarstaður skáldsins Chateaubriands (1768).  Fort National er á eyju, sem gengt er út í á fjöru.  Sædýrasafn er byggt inn í borgarmúrana (1000 teg. fiska).  St. Vincent dómkirkjan frá 12. og 13. öld.  Eftirlíking af Sacré Cæur er við suðurmúrana.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM