Normandí Frakkland,
France Flag


NORMANDÍ
FRAKKLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Eins og nafnið bendir til lögðu víkingarnir þetta landsvæði undir sig (9.öld).  Vestan þess er Bretagne, austan þess er Pickardy og sunna er Ile de France.  Normandí er eitt þeirra svæða Frakklands, sem mest hefur verið barizt um, síðast 1944.  Þetta er blómlegt landbúnaðarsvæði, einkum er þar stunduð nautgripa- og hestarækt.  Merkar byggingar og góðar baðstrendur (Deauville, Trouville og Dieppe).  Aðalborgir Normandí eru Rouen (Rúðuborg) og Le Havre.  Í Neðra-Normandí er framleitt Calvados (eplabrennivín), eplamjöður (cider) og Camembertostur.  Í Normandí eru 29 herkirkjugarðar, brezkir, bandarískir, kanadískir, pólskir og þýzkir.Víkingar stofnuðu hertogadæmi í Normandí árið 911.

Vilhjálmur sigurvegari sameinaði England, Bretagne og Normandí eftir sigur í orrustunni við Hastings og Normandí varð ekki franskt fyrr en árið 1204.  Bretar dæmdu Jóhönnu af Örk til dauða í Rúðuborg og brenndu hana á báli.  Hundrað ára stríðið endaði ekki fyrr en 1453.  Innrás bandamanna hófst 6. júní 1944 í Normandí.  200.000 hús eyðilögðust, 640.000 Þjóðverjar féllu, 586 af 3400 sveitarfélögum urðu að endurbyggja samgöngukerfi sín frá grunni.  Öll merki um hina 10 vikna bardaga hafa verið afmáð.  Sjá kort og lýsingar á innrásinni í Normandí.

Mynd:  St. Malo.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM