Mont St Michel Frakkland,
France Flag


MONT St MICHEL
FRAKKLAND
.

.

Utanríkisrnt.

Mont St. Michel með 105 íbúa er einhver athyglisverðasti staður Frakklands.  Klaustrið og litli bærinn eru byggð á smákletti undan ströndinni og tengdur landi með garði.  Tvisvar í mánuði flæðir sjór yfir leirurnar.  Mismunur flóðs og fjöru er allt að 15 m.  Á háfjöru teygjast leirurnar 10-15 km frá ströndinni.  Margir pílagrímar fórust, þegar flæddi að og þeir voru á ferðinni milli lands og kletts.  Klaustrið er frá fyrri hluta 8. aldar.  Erkiengillinn Mikael birtist biskupnum í Avranches og bauð honum að byggja klaustrið á þessum stað.  Stíllinn er rómverskur.  aðrar byggingar eru í snemmgotneskum stíl frá 11. og 12. öld.  Kór rómversku kirkjunnar hrundi og var endurbyggður í síðgotneskum stíl á árunum 1446-1521. en turninn er frá 1897.  Klaustrið var notað sem fangelsi frá stjórnarbyltingunni 1789 til 1784 og klaustrið rænt. Notre Dame sous Terre er elzta mannvirki klaustursins og er neðanjarðar eins og nafnið bendir til.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM