Frakkland norðausturhlutinn,
France Flag


FRAKKLAND
NORÐAUSTURHLUTINN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Hið gamla Champagnehérað teygist norður frá Búrgúnd að Ardennafjöllum við landamæri Belgíu.  mestur hluti þess er kalkslétta, köld, rök og vindasöm á veturna.  Aðalkeppinautar um vínframleiðsluna eru borgirnar Reims og Épernay.  Épernay er lítil borg, umgirt vínekrum við ána Marne.  Reims er sögufræg borg með eina frægustu dómkirkju í heimi.  Allt svæðið hefur undirlag úr hreinu kalki, sama kalklagi og kemur fram sem höfðar í pas de Calais og á suðausturströnd Englands.  Rómverjar notuðu kalkið til vegagerðar.  Dómkirkjan í Reims var byggð úr því og skotgrafir fyrri heimsstyrjaldarinnar voru grafnar í það.  Rúmlega 20 km langir kampavínskjallarar eru holaðir í það.  Milljónir flaskna af kampavíni liggja það á mismunandi þróunarstigi við stöðugt hitastig (10°C-12°C).

Austan við Champagne taka við héruðin Elsass og Lótringen, einu svæðin, sem liggja að Þýzkalandi.  Landamærin þar hafa færzt til eins og harmonikubelgur, t.d. tilheyrðu þessi héruð Þýskalandi frá 1870-1918.  Þrátt fyrir þýzk nöfn ýmissa staða og jafnvel austurrískt yfirbragð ýmissa bygginga, eru íbúarnir staðráðnir að halda frönskum siðum og þjóðerni.
  Í Lótringen eru framleiddir ýmiss konar ávaxtalíkjörar, Mirabelle, Kirsch, Quetsch auk Framboise, sem er bragðsterkt en hefur eftirkeim af hindberjum.  Mjólkurframleiðsla til ostagerðar í Munster og Géromé.  Járnnámur, kolanámur, ölkeldur og u.þ.b. helmingur saltrframl. Frakklands. Austast liggur Elsass á milli Vogesafjalla og Rínar.  Mülhouse er mesta iðnaðarborgin, Colmar hefur fallegan gamlan bæjarhluta með útskornum forhliðum húsa og Strasbourg er höfuðstaðurinn (Evrópuráðið).  Hún er sögufræg borg með nafntogaða dómkirkju.

France-Comté liggur suður af Lótringen, h.u.b. alla leið til Genfar.  Einungis tvær borgir eru skoðunarverðar, Bexancon og Belfort.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM