Reims Frakkland,
France Flag


REIMS
FRAKKLAND
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Reims er í Marnesýslu í Champagne-Ardennehéraði í 83 m yfir sjó með 182.000 íbúa.  Hún var ein fegursta borg Gallíu á dögum Rómverja og biskupssetur frá upphafi 4. aldar.  Árið 496 var Clovis konungur skírður í Reims.  Það var upphafið að krýningu frönsku konunganna í borginni, t.d. karls VII í viðurvist Jóhönnu af Örk, sem studdi hann óspart.  Reims skemmdist mikið í síðari heimstyrjöldinni.  þar voru höfuðstöðvar Eisenhovers hershöfðingja og þar var skilyrðislaus uppgjöf Þjóðverja undirrituð 7. maí 1945.  Reims var byggð upp að nýju eftir stríð.

Auk mikils vefnaðariðnaðar er Reims ásamt Épernay miðstöð kampavínsframleiðslu, sem er mjög mikilvæg atvinnugrein.  Í miðri borginni gnæfir hin fræga dómkirkja, Notre Dame, ein fegursta gotneska bygging Evrópu.  Hún var byggð í stað kirkju frá u.þ.b. 400 e.Kr.  Byggingin hófst árið 1211 og lauk um öld síðar.  turnarnir voru fullbyggðir á 15. öld.  287 þýzkar sprengikúlur hæfði kirkjuna í fyrri heims-styrjöldinni og endurreisn hennar lauk árið 1938 og hún var vígð á ný.  Pommery kampavínsfyrirtækið er stutt austan St. Remi kirkjunnar.  Kjallarar þess eru höggnir niður í kalkklettana.  Hægt að skoða.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM