Bordeaux
er höfuðborg Girondesýslu i Aquitaine-héraði í 5 m hæð yfir sjó.
Borgin er líka miðstöð viðskipta og menningar í Suðvestur-Frakklandi.
Hún er á vinstri bakka árinnar Garonne, rétt fyrir neðan ármót
Dordogne. Vínrækt,
skipasmíðar, efnaiðnaður og olíuhreinsun eru aðalatvinnuvegir
hennar. Allt
frá dögum Galló-Rómverja var borgin miðstöð víngerðar og mikilvæg
verzlunarhöfn.
Bretar réðu borginni í
300 ár.
Ríkisstjórn Frakklands sat þar árin 1870, 1914 og 1940.
Dómkirkjan
St. André
er skoðunarverð.
Bygging hennar hófst á 11. öld.
Kirkjunni var breytt og hún var oft endurbyggð á næstu 4 öldum,
svo að stíllinn er blanda af rómönskum og gotneskum.Ráðhúsið
var fyrrum biskupahöll frá 18. öld.
Bak við það er Musée des Beaux Arts (málverk
og höggmyndir frá
15. - 20. aldar;
Veronese,
Titian, Rubens, Delacroix, Rodin).
Pont
de Pierrebrúin,
486 m löng, liggur yfir Garonne. |